Of hár blóðþrýstingur er þekkt vandamál í hinum vestræna heimi. Háan blóðþrýsting má rekja til fjölda ólíkra þátta en oftar en ekki hefur lífsstíll og matarræði þar mikil áhrif. Þegar blóðþrýstingur helst hár í langan tíma getur það haft lífshættulegar afleiðingar fyrir viðkomandi og því best að reyna eftir fremsta megni að halda blóðþrýstingnum í hæfilegu magni.
En hvernig ber að gæta að blóðþrýstingnum? – í flestum tilfellum hefur matarræði stór áhrif og þá eru nokkrar fæðutegundir sem ber helst að varast.
Hér að neðan gefur að líta á þrjár fæðutegundir sem gott er að halda í algjöru lágmarki, með það að markmiði að halda blóðþrýstingnum í góðu standi.
1. Óhollar fitur
Óhollar fitur leynast víða í matnum okkar en þær má finna í smjöri, osti, steiktum og djúpsteiktum mat sem og í feitu kjöti. Þá er hert fita og transfita talin sérstaklega slæmt fyrir blóðþrýstinginn en slíkar fitur má finna í frönskum kartöflum, snakki og kexi svo dæmi séu tekin.
2. Natríum
Natríum leynist víða en oftar en ekki má finna natríum í miklum mæli í brauðmeti, sætabrauði, niðursoðnum mat, skyndibita, snakki og sælgæti. Láttu slíkt eftir þér á sparidögum, t.d. laugardögum, en reyndu eftir fremsta megni að sneyða framhjá natríum aðra daga vikunnar.
3. Áfengi
Þú þekkir það; hvítvín, rauðvín, bjór og vodka. Eins notalegt og það er að sitja í góðra vina hópi og bragða á góðu víni, skal halda slíku í lágmarki ef þú vilt halda blóðþrýstingnum innan marka.
Hvað skal þá borða?
Veldu alvöru mat sem búinn er til úr heilsusamlegum næringarefnum. Þar má nefna ávexti, grænmeti, hnetur, fræ, fisk, magurt kjöt og gróft brauðmeti.
Svo er um að gera að hreyfa sig reglulega, hugleiða, anda djúpt og hugsa jákvætt.
Þessi grein var byggð á myndbandi sem birtist á vef WebMd.