fbpx Skip to main content

Í myndbandinu hér að ofan sýnir Lydia, kírópraktor og styrktarþjálfari Kírópraktorstöðvarinnar, okkur fimm góðar teygjur sem hægt er að framkvæma hvar og hvenær sem er. Þú þarft engan æfingabúnað til þess að framkvæma teygjurnar en gott er að hafa dýnu eða mjúkt undiarlag, þar sem þú þarft að geta lagst á jörðina.

Hér má finna nánari lýsingu með hverri æfingu fyrir sig:

1. „Psoas“ teygja

Byrjaðu með annað hnéið á jörðinni og stattu í hinn fótleggin. Réttu úr bakinu og spenntu kjarnavöðva líkamans. Þegar þú finnur fyrir teygju á framanverðri mjöðm, skaltu halla þér fram til þess að auka teygjuna. Haltu stöðunni í 1 mínútu og endurtaktu á gagnstæðum fæti.

2. „Windmills“ teygja

Liggðu á bakinu með hæla í gólfi þannig að hnéin vísi upp. Láttu svo hnéin síga niður til hliðanna, sitt á hvað. Gættu þess að halda öxlunum niðri. Endurtaktu tíu sinnum fyrir hvora hlið.

3. „Glutes“ teygja

Liggðu á bakinu með bæði hnéin beygð. Leggðu annan fótinn yfir hnéið á gagnstæðum fótlegg. Ýttu varlega á hnéið til þess að fara dýpra í teygjuna. Haltu í eina mínútu fyrir hvora hlið.

4. „Pigeon“ teygja

Gott er að byrja í planka stöðu, eða á hnjánum eins og sýnt er í myndbandinu. Færðu því næst annan fótinn, til dæmis þann hægri í átt að vinstri handlegg, og láttu hnéið falla niður í átt að þeim hægri. Þú ættir að finna góða teygju í mjöðmum og aftan í rassi og læri.

5. „QL“ teygja

Færðu hægri fótlegginn yfir þann vinstri. Settu hægri hönd upp í loft og hallaðu efri part líkamans til vinstri þar til þú finnur góða teygju. Haltu í eina mínútu og endurtaktu á hægri hlið.

 

Ef þú finnur fyrir miklum óþægindum eða verkjum við framkvæmd æfinganna skaltu hætta og ráðfæra þig við sérfræðing, til dæmis kírópraktor, áður en lengra er haldið.

This site is registered on wpml.org as a development site.