Margir bíða þess að fara til kírópraktors þar til þeir verða fyrir einhverjum stórkostlegum meiðslum eða þróa með sér einhverskonar veikindi eða sjúkdóma. Oft á tíðum, þegar hér er komið við sögu, er verkurinn sem gjarnan fylgir orðinn óbærilegur. Sumum finnst hins vegar fráleitt að fara til kírópraktors nema eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir. Kírópraktík, aftur á móti, er álíka góð til þess að koma í veg fyrir meiriháttar meiðsli og veikindi eins og hún er áhrifarík við að hjálpa einstaklingnum aftur af stað, eftir alvarleg slys eða veikindi.
Kírópraktík, í eðli sínu, hjálpar líkama þínum að lækna sig sjálfan og aðstoðar þig sömuleiðis við að fá aukin styrk og vellíðan. Þannig má líta á kírópraktík sem hluta af góðum og heilbrigðum lífsstíl sem bæði virkar sem fyrirbyggjandi meðferð sem og meðferð við alvarlegum meiðslum og veikindum.
Flestir tengja kírópraktík einungis við bakverki og fara ef til vill ekki til kírópraktors vegna annarra einkenna. Kírópraktík, hins vegar, kemur að gagni þegar um annarskonar verki, eymsli og veikindi er að ræða.
Hér að neðan gefur að líta á algenga kvilla og aðstæður sem gefa þér ríka ástæðu fyrir því að fara til kírópraktors með það að markmiði koma heilsu þinni og bata í rétt horf.
Höfuðverkur
Það geta verið margar ástæður fyrir því að við fáum hausverk, til dæmis vökvaskortur, mígreni, skortur á súrefni, flensa, timburmenn og þar fram eftir götunum. Höfuðverkur getur hins vegar einnig myndast út frá vandamálum í hryggsúlu og hálsi, sem ef til vill hafa myndast með tímanum, eftir slys eða vegna annarra áverka. Kírópraktor getur hjálpað þér að draga úr verkjunum með því að laga þessi tilteknu vandamál og styrkja betur hálsinn og bakið en þannig eykst blóðflæðið sem eykur súrefni til heilans og tryggir að allar taugar og taugaboð séu starfandi með eðlilegum hætti. Þar að auki gæti kírópraktorinn gefið þér góð ráð varðandi breytingar á lífsstíl þínum, matarræði, venjum o.s.fr.
Verkur í vöðvum og liðum
Ef þú finnur fyrir verkjum í vöðvum og liðum er ekki endilega besta ráðið að vaða í lyfjaskápinn og taka inn verkjalyf svo vikum eða mánuðum skiptir. Verkurinn sem þú finnur fyrir gæti nefnilega stafað af öðrum stoðkerfis vandamálum, vegna hryggskekkju, rangrar líkamsbeitingar eða annarra orsaka. Kírópraktorar hafa sérþekkingu og eru þjálfaðir til þess að fá líkama þinn til þess að starfa eðlilega með því að tryggja rétta stöðu hryggsúlunnar sem leiðir af sér betra flæði í líkamanum sem er til þess fallið að draga úr verkjum og eymslum í vöðvum og liðum. Slíkar meðferðir auka þannig blóðflæði til vöðva líkamans og tryggja eðlileg taugaboð til þeirra svæða líkamans þar sem verkinn er að finna.
Þú situr við skrifborð mest allan daginn
Ef þú hefur starfað á skrifstofu í mörg ár eru góðar líkur á því að þú hafir þróað með þér slæma líkamsstöðu, einfaldlega vegna kyrrsetu við skrifborð, jafnvel með herðarnar hangandi yfir lyklaborðinu. Þessi ranga líkamsstaða setur mikinn þunga á bakið þitt, hálsinn og herðarnar sem getur valdið verkjum í öllum líkamanum. Kírópraktor getur aftur á móti snúið ferlinu við og kennt þér rétta líkamsbeitingu.
Krónískur verkur í bakinu
Ein algengasta ástæðan fyrir því að fólk leitar til kírópraktors er verkur í baki og þá sér í lagi krónískur verkur í bakinu. Slíkir verkir geta komið vegna fjölda ástæðna og tengjast oft lífsstíl þínum, vinnu, matarræði og almennu heilsufarslegu ásigkomulagi. Með kírópraktískri nálgun er hægt að draga úr umræddum verkjum og koma bakinu aftur í eðlilegt ástand.
Skósólarnir þínir eyðast með mismunandi hætti.
Ef þú byrjar að taka eftir því að sólarnir undir skónum þínum eyðast með mismunandi hætti, til dæmis vinstri sólinn eyðist fljótar upp heldur en sá hægri, er líklegt að um einhverskonar skekkju sé að ræða, sem veldur því að þú stígur mismunandi niður í lappirnar. Slíkt getur leitt af sér alvarlega króníska verki og því nauðsynlegt að láta rétta hryggsúluna til þess að koma í veg fyrir þesskonar verki og eymsli.
Skert hreyfigeta
Ef þú finnur fyrir striðleika og skertri hreyfigetu, hvort sem það er í höndum, fótum eða jafnvel hálsinum, er líklegt að þú þurfir á meðferð að halda hjá kírópraktor. Með kírópraktískri meðhöndlun er hægt að leiðrétta stöðu beina, vöðva og liða, sem allra jafna leiðir til þess að líkaminn læknar sig sjálfur af þeim verkjum sem eru að plaga þig. Full hreyfigeta og liðleiki er grunnurinn að betri líðan og almennu heilbrigði.
Þú lentir nýverið í slysi
Það að lenda í slysi, til dæmis bílslysi, getur haft miklar og alvarlegar líkamlegar afleiðingar í för með sér. Í alvarlegustu slysunum eru líkamlegir áverkar oft auðsjáanlegir, samanber beinbrot, alvarleg höfuðhögg o.fl. Í slíkum tilvikum er að sjálfsögðu leitað læknisaðstoðar og sem betur fer er í mörgum tilvikum hægt að gera að meiðslunum.
Önnur vægari slys geta hins vegar oft á tíðum virkað meinlaus í fyrstu, þ.e. varnarviðbragð líkamans fer á fullt og okkur líður bara ágætlega í líkamanum, kannski örlítið aum en heilt yfir sæmileg. Þannig eru líkamlegir áverkar ekki sýnilegir strax en hægt og rólega fer heilsunni hrakandi. Viðkomandi gæti fengið mikla bakverki, verki í höfuð, hnakka og útlimi, vikum eða mánuðum eftir slysið. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að bregðast fljótt við og leita sér aðstoðar, og þar gæti kírópraktík einmitt komið að gagni.
Kírópraktor getur gengið úr skugga um að hryggsúlan, hálsinn, liðamót og almenn beina- og vöðvauppbygging jafni sig að fullu eftir slysið. Þetta á sérstaklega við um slys þar sem viðkomandi fékk hnykk á hálsinn, bakið eða þar fram eftir götunum.
Skarpur verkur í fótum
Ef þú finnur fyrir skörpum verkjum í fótum, jafnvel dofa eða þreytu, er mögulega um klemmda taug að ræða. Þaulreyndur kírópraktor getur hjálpað þér að losa um taugina með því að rétta við hryggsúluna og líkamsstöðuna almennt.
Þú stundar íþróttir eða aðra hreyfingu af miklum krafti
Ef þú stundar íþróttir og hreyfir þig almennt mikið setur þú aukið álag á líkama þinn og þar með talið hrygginn, hálsinn, vöðva og liðamót. Oft á tíðum þróum við meiðsli vegna íþrótta yfir langt tímabil þar sem líkaminn hreinlega aðlagar sig að ákveðnum skekkjum, klemmdum taugum og öðrum vanköntum. Með reglulegum heimsóknum til kírópraktors er hægt að koma í veg fyrir slík meiðsl með fyrirbyggjandi meðferðum. Með þessu móti tryggir kírópraktorinn þinn að líkami þinn sé í eðlilegu standi, að líkamsstaða þín sé rétt og heyfigeta þín sé í hámarki. Þannig getur þú náð meiri árangri og komið í veg fyrir alvarleg meiðsl sem jafnvel geta haldið þér frá íþróttum og hreyfingu almennt.