Á tækniöld hafa snjallsímar orðið órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar. Þessi tæki bjóða upp á þægindi, endalausa afþreyingu, ótal samskiptamöguleika og skemmtun, en þau fela einnig í sér áskoranir og á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um skaðleg áhrif mikillar farsíma/snjallsímanotkunar. Ein af þessum áskorunum er áhrif snjallsímanotkunar á hryggsúluna og líkamsstöðu fólks.
Í þessari grein munum við skoða hvernig ofnotkun á snjallsímum og farsímafíkn getur leitt til hryggjarvandamála og slæmrar líkamsstöðu, og hvaða skref við getum tekið til að draga úr þessum áhrifum.
Þyngd höfuðsins
Eitt af aðalatriðunum þegar kemur að áhrifum farsímanotkunar á hryggsúluna og líkamsstöðuuna, er staða höfuðsins þegar við erum að nota tækin. Þegar við notum símana okkar beygjum við oft hálsinn fram til að horfa á skjáinn, sem getur leitt til aukins álags á hálsliðina og efri hluta hryggsúlunnar. Höfuð á fullorðni manneskju vegur að meðaltali um 4,5kg-5kg. Hins vegar, þegar einstaklingurinn hallar höfðinu fram, eykst raunþyngd sem hryggurinn þarf að styðja við verulega. Rannsóknir benda til þess að við 60 gráðu horn geti höfuðið skapað allt að 30kg af þrýsting á háls og hrygg. Þetta aukna álag getur leitt til ástands sem oft er kallað „text neck“.
„Text-neck“ og afleiðingar þess
„Text-neck“ er hugtak sem notað er til að lýsa verkjum og alvarlegum líkamlegum áhrifum af tíðri og langvarandi notkun á snjallsímum og öðrum sambærilegum tækjum. Ástandið getur leitt til ýmissa einkenna, þar á meðal hálsverkja, höfuðverkja og spennu í herðum og baki. Með tímanum getur þetta valdið langvarandi vandamálum tengdum hryggsúlunni, svo sem rangri líkamsstöðu, snemmbærri slitgigt, hrörnun á milli hryggjarliða og auknu álagi á hryggþófana. Þessi vandamál geta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega fyrir ungt fólk sem er mikið í símanum, þar sem þau þróa með sér slæma líkamsstöðu inn í fullorðinsárin.
Slæm líkamsstaða
Þessi mikla notkun á snjallsímum hefur slæm áhrif á líkamsstöðuna. Þegar við höllum okkur fram og höngum yfir símanum, þá bogna axlirnar fram og efri hluti baksins verður kúptur. Þessi líkamsstaða veldur því að vöðvar og liðbönd ýmist styttast eða lengjast sem veldur gríðarlegu ójafnvægi í líkamanum. Með tímanum getur slæm líkamsstaða leitt til ójafnvægis í vöðvum, skertrar starfsemi taugakerfisins, aukings álags á hryggjarliði, vöðva og liðbönd. Allt þetta leiðir svo til stoðkerfisvandamála, verkja og skertrar hreyfigetu, svo dæmi séu tekin.
Að byggja upp og viðhalda góðri líkamsstöðu með kírópraktík
Það að venja komur okkar til kírópraktors getur gert magnaða hluti fyrir líkamsstöðuna okkar og virkað sem fyrirbyggjandi meðferð gegn ofangreindum vandamálum.
Í meðferð á Kírópraktorstöðinni er leitast við að leiðrétta stöðu hryggjarsúlunnar og líkamsstöðu viðkomandi, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Allt þetta hjálpar okkur að viðhalda líkamsstöðunni og byggja upp kjarnavöðva líkamans.
Þannig er hægt að leiðrétta slæma líkamsstöðu sem einstaklingar hafa mögulega þróað með sér, með notkun áður nefndra snjalltækja.
Önnur góð ráð
Auk kírópraktíkar er ýmislegt annað sem við getum gert til þess að draga úr slæmum áhrifum af snjallsímanotkun. Sem dæmi:
- Minnka notkun snjallsíma og annarra tækja.
- Vera meðvituð um líkamsstöðuna þegar við erum að nota tækin
- Hreyfa okkur og lyfta lóðum
- Styrkja kvið- og bakvöðva
- Taka d-vítamín
- Borða holla fæðu
- Stunda jóga og framkvæma teygjur
Þegar öllu er á botninn hvolft
Snjallsímar hafa óneitanlega breytt því hvernig við högum samskiptum okkar og nálgumst upplýsingar og afþreyingarefni, en ofnotkun þeirra getur haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar, sem og líkamsstöðuna. Með því að hugleiða okkar eigin notkun, tileinka okkur heilbrigðari venjur gagnvart snjallsímanum og fyrirbyggja slæma líkamsstöðu og „text-neck“, getum við dregið úr mögulegum skaða sem hlýst af noktkuninni og tryggt að við viðhöldum góðri heilsu hryggsúlunnar á stafrænni öld.
Minnum okkur á nauðsyn þess að finna gott jafnvægi þegar kemur að notkun snjallsíma, þar sem okkar eigin heilsa og heiðbrigði er undir.