fbpx Skip to main content

Kírópraktík er kerfi sem er notað til að meðhöndla líkamann. Þetta kerfi lítur á líkamann sem eina heild, þar sem allir partar hafa sinn tilgang og stuðla að því að heildin virki sem best. Sérstök áhersla er lögð á hrygginn og taugakerfi líkamans. Þá felur meðferð hjá kírópraktor einnig í sér heildarmat á lífsstíl viðkomandi, með tilliti til hreyfingar, matarræðis og almennrar heilsu.

Með kíróraktískri nálgun er hægt að bæta heilsuna og draga úr verkjum með ýmsum hætti. Á síðustu árum hefur vinsældum kírópraktískra meðferða fjölgað, sem undirstrikar mikilvægi meðferðarinnar og áhrif hennar á heilsu og líðan.

 

Ávinningur af reglulegum heimsóknum til kírópraktors

Hér að neðan gefur að líta á helstu kosti þess að fara reglulega til kírópraktors. Allir þessir þættir eiga það sameiginlegt að stórbæta heilsu þína og stuðla að aukinni vellíðan.

Draga úr verkjum

Reglulegar heimsóknir til kírópraktors eru mjög áhrifaríkar, bæði þegar kemur að meðhöndlun verkja og krónískra vandamála, sem og til að fyrirbyggja verki og tengd vandamál. Kírópraktík er sem dæmi frábær lausn þegar kemur að meðferð við bakverkjum, höfuðverkjum, verk í öxlum, grindarbotni, mjöðmum og fótleggjum.

Með því að meðhöndla hryggsúluna og aðra liði líkamans, með kírópraktískri nálgun, er hægt að draga úr slíkum verkjum.

Bæta liðleika og auka hreyfifærni

Regluleg kírópraktísk meðferð vinnur markvisst að því að bæta bæði liðleika og hreyfifærni í líkamanum. Stífleiki og skortur á hreyfifærni getur oft stafað af skekkjum, misjafnvægi og bólgum í líkamanum. Með því að vinna að því að rétta við hryggsúluna og fá stoð- og taugakerfi líkamans til þess að vinna með eðlilegum hætti, er hægt að auka liðleikann og gefa einstaklingnum kost á virkum lífsstíl, án verkja og meiðsla.

Í kírópraktískri meðferð felst einnig samtal og skoðun á lífsstíl viðkomandi skjólstæðings, þar sem kírópraktor getur lagt til æfingar og teygjur, sem aftur hjálpa viðkomandi að efla liðleika og hreyfifærni.

Bæta líkamsstöðu

Það að venja komur okkar til kírópraktors getur gert magnaða hluti fyrir líkamsstöðuna okkar. Í meðferð hjá kírópraktor er leitast við að leiðrétta stöðu hryggsúlunnar og líkamsstöðu viðkomandi, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Allt þetta hjálpar okkur að viðhalda líkamsstöðunni og byggja upp kjarnavöðva líkamans.

Draga úr streitu

Mikil streita getur oft leitt til mikillar vöðvaspennu í líkamanum. Með reglulegum heimsóknum til kírópraktors er hægt að draga úr spennunni og gefa líkamanum ró, auka blóðflæðið og efla taugakerfið. Með því móti dregur úr spennu í líkamanum sem getur aftur hjálpað til að draga úr streitu. Sömuleiðis getur kírópraktor gefið góð ráð varðandi æfingar, teygjur, svefn og mataræði sem aftur hjálpar til við að draga úr streituviðbragði líkamans.

Bæta svefn

Þegar líkami okkar er laus við verki, er liðugri og á auðveldara með hreyfingu, eru allar líkur á því að svefngæðin okkar stóraukist. Margir sem hefja meðferð hjá kírópraktor nefna svefninn sérstaklega sem stórkostlegan ávinning meðferðarinnar. Svefninn okkar er eitt allra mikilvægasta „tólið“ sem við höfum til þess að hafa bein áhrif á heilsuna okkar. Nægur svefn ýtir undir betri heilsu, en ónægur svefn getur aftur á móti leitt til fjölda líkamlegra og andlegra vandamála.

Bæta virkni taugakerfisins

Til þess að líkaminn starfi með eðlilegum hætti er mikvilægt að öll boðskipti milli heilans og líkamans gangi hratt og vel fyrir sig. Þessi samskipti eiga sér stað í gegnum taugakerfið þar sem mænan virkar sem nokkurskonar hraðbraut fyrir samskiptin. Sterk og heilbrigð hryggsúla tryggir að þessi boð berist um líkamann án nokkurra tafa.

Kírópraktík er ein allra besta leiðin til þess að vinna með hryggsúluna og tryggja að staða hennar og virkni sé í góðu ásigkomulagi – og þar af leiðandi taugakerfið.

Draga úr bólgum

Með því að losa um hryggsúluna og bæta hreyfanleika og eðlilega virkni taugakerfisins, getur líkaminn hafist handa við að draga úr bólgum og þar með bólgutengdum verkjum sem einstaklingurinn finnur fyrir.

Fyrirbyggjandi meðferð

Kírópraktík virkar einstaklega vel sem fyrirbyggjandi meðferð en með því að heimsækja kírópraktorinn þinn, til dæmis 2-3 sinnum í mánuði, er hægt að viðhalda árangrinum sem fæst af meðferðinni. Þegar hryggsúlan og taugakerfið er í góðu standi, blóðflæði gott og lítið um bólgur, eru töluvert minni líkur á því að verða fyrir meiðslum eða finna til verkja.

Bætt alhliða heilsa

Það að venja komur okkar til kírópraktors getur gert magnaða hluti fyrir heilsuna okkar. Í meðferð á Kírópraktorstöðinni er leitast við að leiðrétta stöðu hryggsúlunnar og líkamsstöðu viðkomandi, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Áhrifin sem þetta hefur á okkar líf geta verið stórkostleg. Við finnum fyrir meiri orku og einbeitingu, bæði í leik og starfi. Við upplifum betri svefn og eigum auðveldara með að hreyfa okkur. Við getum stundað íþróttir fram eftir aldri og finnum til minni, eða jafnvel engra, verkja og/eða eymsla.

This site is registered on wpml.org as a development site.