Skip to main content

Bólgur eru sannarlega lífsnauðsynlegar og spila grundvallarhlutverk í líkamanum, en þegar þær verða of miklar eða krónískar, geta þær beinlínis orðið hættulegar. Þannig geta þrálátar bólgur leitt til verkja og sjúkdóma á borð við sykursýki, offitu og gigtarsjúkdóma, svo dæmi séu tekin.

Hvað er bólga?

Eins og segir á Vísindavef háskóla Íslands er bólga staðbundið ósérhæft varnarsvar líkamans við vefjaskemmd. Meðal þess sem getur valdið bólgu eru sýklar, áverkar, efnaerting, skemmdar eða truflaðar frumur og öfgar í hitastigi. Bólga þarf sem sagt ekki endilega að stafa af sýklum.

Með bólgu reynir líkaminn að losa sig við örverur, eiturefni eða önnur framandi efni á „slysstað“ til þess að koma í veg fyrir að þau dreifist til annarra líkamshluta og viðgerð skemmda er sett í gang. Bólgusvar er því aðferð til að reyna að viðhalda samvægi líkamans, það er að segja að viðhalda eðlilegu ástandi hans.

Þó er langvarandi eða óeðlilega mikil bólguvirkni, eins og áður segir, ekki góð fyrir líkamann og getur verið upphaf að mörgum heilsufarsvandamálum.

Hver eru helstu einkenni krónískrar bólgu?

Einkenni eðlilegs bólgusvars í líkamanum eru roði, sársauki, hiti á bólgna svæðinu og þroti. Þetta þekkja flestir sem hafa slasast, eins og að verða fyrir hnjaski í íþróttum og enda með bólgna ökkla eða bólgið hné.

Hins vegar, þegar um krónískar bólgur er að ræða verða einkennin oft langvarandi og má þar nefna:

  • Þreyta
  • Verkir í liðum og vöðvum líkamans
  • Streituálag
  • Kviðfita
  • Kviðverkir
  • Hiti og útbrot

Náttúrulegar leiðir til þess að sigrast á langvarandi og krónískum bólgum

Góðu fréttirnar eru þær að krónískar bólgur er ekki endilega eitthvað sem fólk þarf að lifa við alla ævi. Oft geta krónískar bólgur verið afleiðing af lífsstíl okkar, til dæmis með óhollu mataræði, hreyfingarleysi og almennu skeytingarleysi um eigin heilsu. Og þá er einfaldlega hægt að snúa dæminu við, huga að eigin heilsu og endurskoða lífsvenjurnar. Má þar sem dæmi nefna þætti eins og:

  • Hreyfing – Reglubundin líkamsrækt eða önnur hreyfing.
  • Hollt mataræði – þ.e. mataræði sem inniheldur prótein, fitu, trefjar og flókin kolvetni, og er laust við matvörur sem innihalda sykur, transfitu og einföld kolvetni.
  • Streitulosun – hugleiðsla, jóga og öndunaræfingar eru frábær vopn gegn bólgum
  • Svefn – hugaðu vel að svefninum þannig að líkaminn fái næði til þess að sigrast á bólgunum og endurstilla sig
  • Kælimeðferðir – til dæmis kaldi potturinn (cold plunge) og kælipoki. Nánar um hvernig skal nota kælipoka hér.
  • Áfengis- og tóbaksnotkun – einfalt, lágmarka allt slíkt.
  • Vatnsdrykkja – nægur vökvi í líkamanum er nauðsynlegur í baráttunni við bólgurnar.
  • Andoxunarefni – borða nóg af berjum, hnetum og spínati.

Hvernig getur kírópraktík hjálpað?

Þegar kemur að bólgum í líkamanum geta orsakirnar verið fjölmargar. Í sumum tilvikum geta bólgur í líkamanum stafað af óeðlilegri stöðu hryggjarsúlunnar, klemmdum taugum sem og missamræmi í líkamsstöðu. Og þar kemur kírópraktík sterk inn. Með kírópraktískri nálgun er hægt að losa um bólgur í líkamanum, með því að:

  • Bæta virkni taugakerfisins
  • Draga úr vöðvaspennu
  • Auka blóðflæði
  • Losa um streitu og tryggja endurheimt

Hér á Kírópraktorstöðinni er notast við bæði tauga- og hitaskanna en með þeirri meðferðartækni er hægt að koma auga á bólgur í líkamanum sem og finna út hvort einhverjar skekkjur eða óeðlileg líkamsstaða sé að valda téðum bólgum. Með því er hægt að tryggja skjótan árangur og ráða niðurlögum bólgunnar.

Ef þú hefur áhyggjur af krónsískum bólgum, ef þú finnur til verkja, þreytu og annarra óþæginda, bendum við þér á að bóka hjá okkur tíma og saman getum við fundið út úr orsökinni og hafið meðferð sem leitast við að draga úr bólgunum, tryggja eðlilega hreyfifærni líkamans og koma þér til betri heilsu.

Hægt er að bóka tíma á vefnum, nánar tiltekið hér. Einnig er hægt að hafa samband í síma 588-8085 eða senda tölvupóst á kiro@kiro.is.