
Flestum eru kunnugir þeir fjölmörgu kostir sem felast í því að stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi og hvaða áhrif það hefur fyrir líkamlega sem og andlega heilsu okkar. Hins vegar höfum við okkur sum hver ekki alltaf í líkamsræktarstöðina, oft vegna tímaskorts eða annarra anna í okkar daglega lífi.
Þegar við eigum erfitt með að finna tíma fyrir lengri æfingar, til dæmis í ræktinni, er ekki þar með sagt að við getum þá bara allt eins sleppt því að hreyfa okkur. Hreyfingarleysi til lengri tíma hefur án efa neikvæð áhrif á líkamann og ætti að forðast eins og heitan eldinn. Þess vegna er mikilvægt að stunda einhverskonar hreyfingu, jafnvel þegar við höfum nær engan tíma til þess og þá koma stuttir göngutúrar vel til greina.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á ágæti þess að taka góða göngutúra úti við. Sem dæmi má nefna rannsókn sem rannsakendur við Harvard háskólann í Bandaríkjunum stóðu fyrir en sú rannsókn gaf til kynna að 30 mínútna göngutúr daglega dró úr líkum á kransæðastíflu um 18 prósentustig. Þá sýndi rannsóknin ennfremur fram á það að göngutúrar í um 3 klst á viku draga úr líkum á heilablóðfalli um 34 prósentustig.
Þegar öllu er á botnin hvolft eru margar góðar ástæður fyrir því að fá sér göngutúr yfir daginn. Hér að neðan má finna nokkrar þeirra:
1. Daglegir göngutúrar geta dregið úr líkum á sykursýki
Rannsókn á vegum Harvard háskóla sýndi fram á að konur sem gengu í hálftíma á degi hverjum drógu úr líkum á sykursýki um 30%. Þá sýndi rannsóknin einnig fram á það að þær konur sem tóku göngutúra daglega voru síður í ofþyngd.
2. Daglegir göngutúrar geta dregið úr líkum á Alzheimer
Rannsókn ein sem unnin var af hópi fræðimanna í háskólanum við Virgínu gaf til kynna að menn á aldrinum 71-93 ára, sem gengu að minnsta kosti tæpan hálfan kílómeter á dag voru í töluvert minni hættu á því að fá Alzheimer eða elliglöp samanborið við aðra menn sem ekki stunduðu slíkar göngur.
3. Góður göngutúr getur dregið úr of háum blóðþrýstingi
Göngutúrar geta hjálpað til við að halda blóðþrýstingnum niðri og draga þannig úr líkum á of háum blóðþrýstingi.
4. Hressandi ganga getur bætt meltinguna
Samkvæmt hinni þekktu Tara Aleichem, sem starfar við Amerísku krabbameins meðferðar stöðina, hefur talað fyrir því að göngutúrar geti hjálpað fólki að bæta starfsemi meltingarfæranna.
5. Göngutúrar geta dregið úr verkjum og aukið hreyfanleika
Samkvæmt grein sem birtist í nafni stofnunarinnar „American Heart Association“ kom fram að daglegir göngutúrar geta aukið hreyfigetu fólks og dregið úr verkjum hjá þeim sem þjást af PAD (peripheral artery disease).
6. Göngutúrar geta styrkt beinin
Fólk sem æfir reglulega hefur allra jafna sterkari bein þar sem hreyfing og hverskyns líkamleg áreynsla eykur þéttleika beinanna sem og styrkir þau. Þá getur regluleg hreyfing hægt og ferlinu sem hefst við, eða jafnvel komið í veg fyrir, beinþynningu. Sömuleiðis hefur hreyfing jákvæð áhrif á hryggsúluna.
7. Göngutúrar bæta heilastarfsemina
Rannsóknir hafa einnig sýnt að göngutúrar geta aukið eftirtekt og skerpt á einbeitingu fólks, ásamt því að bæta yfir höfuð vitræna eiginleika þeirra sem ganga reglulega. Þetta á við jafnt hjá börnum sem og fullorðnum.
8. Göngutúrar koma skapinu í lag
Rannsókn frá árinu 2016 gaf til kynna að göngutúrar í 20 mínútur eða lengur dag hvern juku bæði sjálfstraust og jákvæðar hugsanir, á sama tíma og þeir dróu úr reiði og neikvæðum hugsunum.
Hér eru nokkur góð ráð þegar kemur að göngunni:
· Veldu hraða sem hentar þér og hafðu það hugfast að þeim mun hraðar sem þú gengur þeim mun fleiri kaloríur brennir þú.
· Göngutúr upp í mót er frábær leið til þess að auka brennsluna og láta reyna meira á líkamann.
· Gakktu ávallt í lágbotna skóm sem veita góðan stuðning fyrir líkamann, til dæmis hlaupaskóm.
· Gakktu með axlirnar slakar og hökuna samsíða jörðinni þannig að höfuðið hangi ekki niður á við. Horfðu beint fram á við.
· Sveiflaðu höndunum á meðan þú gengur og haltu olnbogunum helst í 90 gráðu halla til þess að fá mest út úr æfingunni.
· Ef þú ert einsömul eða einsamall þegar kemur að göngunni er gott að geta hlustað á tónlist eða útvarp/Podcast til að stytta þér stundir.
Hér eru nokkur heilræði sem hjálpa þér að auka við gönguna dag hvern:
· Gakktu upp stigann í stað þess að taka lyftuna
· Gakktu í skólann eða til vinnu
· Fáðu þér göngutúr með vinum, félögunum eða maka þínum eftir hádegismatinn eða kvöldverðinn.
· Leggðu bílnum þínum í aukinni fjarlægð frá þeim stöðum sem þú sækir á degi hverjum.
· Reyndu að taka göngu-fundi í vinnunni ef tækifæri gefst til.
· Farðu út að ganga með börnunum þínum eða jafnvel hundinum