fbpx Skip to main content

Samkvæmt mörgum sérfræðingum má rekja marga líkamlega verki sem fólk upplifir til þess hvernig við sitjum við skrifborðið í vinnunni sem og til þess tíða vandamáls í okkar nútímasamfélagi þar sem mörkin milli vinnu og frítíma eru virt að vettugi. Með því er átt við þá staðreynd að við sitjum gjarnan frá átta til fjögur við skrifborðið og komum svo heim og höldum áfram að vinna, þá e.t.v. með fartölvuna eða símann upp í sófa, sjaldan í upplagðri stellingu.

 

Ef þú hefur starfað á skrifstofu í mörg ár eru góðar líkur á því að þú hafir þróað með þér slæma líkamsstöðu, einfaldlega vegna kyrrsetu við skrifborð, jafnvel með herðarnar hangandi yfir lyklaborðinu. Þessi ranga líkamsstaða setur mikinn þunga á bakið þitt, hálsinn og herðarnar sem getur valdið verkjum í öllum líkamanum.

Það er því mál að snúa við þessari slæmu þróun með því að huga vel að því hvernig þú situr við skrifborðið þitt í starfi þínu. Hér að neðan má sjá nokkur atriði sem gott er að hafa á hreinu til þess að koma í veg fyrir ranga líkamsbeitingu sem leiðir af sér fleiri verki í líkama þínum.

1.      Verkur í fótleggjum

14073810-10150310-234102-0-1488471472-1488471475-650-9-1488471475-650-04f9ebaa03-1492760070.jpg

Gættu þess að krossa ekki fótleggina yfir hvorn annan þar sem það hindrar eðlilegt blóðflæði í líkamanum, þrengir að æðum og veldur óþægindum, svo sem dofa í fótleggjunum, eirðarleysi o.fl.

Það fyrsta sem þú þarft að huga að er að láta ekki fótleggina hanga og því er mikilvægt að stilla stólinn af til þess að koma í veg fyrir það. Þá ætti stólbrúnin ekki að þrýsta upp í hnésbótina. Settu skemil undir iljarnar þannig að fæturnir nái alla leið niður í gólf og hafðu stólinn í þeirri hæð að fæturnir mynda rétt rúmlega 90° horn við hnéin.

 

2.      Bakverkur

14073860-10150710-234102-2-0-1488472434-1488472441-650-10-1488472441-650-04f9ebaa03-1492760070.jpg

Ef þú situr í stól sem hæfir ekki nægilega vel þinni líkamsstærð er mikilvægt að leysa úr því, til dæmis með því að setja púða við bakið. Með því móti kemur þú í veg fyrir að þú rennir fram í stólnum sem getur búið til spennu og verk í bakinu. Reyndu einnig að velja stól sem er með sveigju fyrir bakið, þ.e. bungar örlítið út við mjóbakið. Athugaðu að þegar þú ert að venjast réttri stellingu kann það að vera örlítið óþægilegt, einfaldlega þar sem líkami þinn þarf að venjast nýrri stöðu.

 

3.      Þreyta í handleggjunum

14073910-10151810-234104-4-0-1488473175-1488473178-650-9-1488473178-650-04f9ebaa03-1492760070.jpg

Þegar þú vinnur við skrifborð þar sem þú þarft stöðugt að vera glamrandi á lyklaborðið eða leitandi eftir tölvumúsinni getur auðveldlega komið mikil spenna í hendurnar. Til þess að koma í veg fyrir þesskonar spennu er mikilvægt að halda lyklaborðinu og músinni í olnbogahæð. Þá er mikilvægt að úlnliðurinn sé beinn en ekki boginn eða sveigður til hliðanna. Þá eiga hendurnar að vera í sirka 90° horni og hvíldar og frjálsar á borðinu.

 

4.      Verkur í hálsinum

14073960-10167110-234106-0-1488482429-1488482439-650-6-1488482439-650-04f9ebaa03-1492760070.jpg

Til þess að koma í veg fyrir verk í hálsinum er mikivægt að huga að hæðinni á tölvuskjánum. Ef skjárinn situr neðarlega er alltaf hætta á því að þú beygjir þig of mikið fram eða lætur þig síga niður í stólinn. Slíkt setur mikinn þunga á bakið og hálsinn og getur hæglega búið til verk í áður nefndum svæðum. Hafðu það fyrir reglu að sitja við skrifborðið þannig að miðja skjásins sé í augnhæð við þig og skjárinn sömuleiðis beint fyrir framan þig, þannig að þú þurfir ekki að sveigja hálsinn til hliðana til þess að horfa á skjáinn.

 

5.      Þreyta og viðkvæmni í augum

14074010-10160610-234116-0-1488477020-1488477023-650-8-1488477023-650-04f9ebaa03-1492760070.jpg

Ef þú vinnur lengi við tölvuskjáinn er líklegt að með tímanum verði sjónin örlítið þokukennd, augun verði þreytt, þurr og jafnvel rauðleit. Í kjölfarið kemur svo hausverkurinn og þreytu pirringurinn. Það er því mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem hjálpa þér að hvíla augun betur. Til dæmis er gott, eins og kom fram í punkti fjögur, að huga vel að því hvar skjárinn situr en eins og áður segir á miðja skjásins að vera í augnhæð og þá er gott að halda skjánum að minnsta kosti 50cm frá augnum. Oft situr skjárinn til móts við glugga sem veldur því að sól og önnur birta endurkastast frá skjánum. Þá getur verið gott að draga fyrir gluggann og þannig koma í veg fyrir að endurkastið fari beint í augun. Þá er virkilega mikilvægt að taka augun af skjánum jafnt og þétt yfir daginn.

 

Hvað get ég gert ef ég finn nú þegar til verkja?

Ef þú finnur nú þegar til verkja í líkamanum, sem mögulega má rekja til rangrar líkamsbeitingar, kyrrsetu, meiðsla eða annarra ástæðna, er gott að leita til sérfræðings sem getur metið ástand líkamans. Hér á Kírópraktorstöðinni, svo dæmi séu tekin, leggum við mikið upp úr því að kynnast hverjum og einum einstaklingi mjög vel og greina einkenni, ef einhver eru til staðar, líkamsstöðu og líkamsbeitingu, framkvæma mælingar og ítarlega alhliða skoðun á heilsufari viðkomandi, meðal annars með röntgen myndatöku, hita- og taugaskönnum.

Þegar búið er að framkvæma líkamsstöðupróf, viðtal, tauga- og hitamælingar , sem og röntgen (ef þess þarf), hefst meðferð hjá kírópraktor, sem miðar að því að draga úr verkjum, bæta líkamsstöðu og alhliða virkni taugakerfisins. Sérstök áhersla er lögð á hrygginn og taugakerfi líkamans. Auk þess felur meðferð hjá kírópraktor einnig í sér heildarmat á lífsstíl viðkomandi, með tilliti til hreyfingar, matarræðis og almennrar heilsu.

 

Þessi grein byggir á áður útgefnu efni af vef Brigtside.me

This site is registered on wpml.org as a development site.