Til vinstri á skalanum er svæðið þar sem einstaklingurinn er að kljást við veikindi, skert lífsgæði og hefur mögulega takmarkaða líkamsstarfsemi að einhverju tagi. Mögulega er viðkomandi að taka inn lyf til þess að halda veikindum sínum í skefjum, hvort sem það eru uppáskrifuð lyf frá lækni eða verkjalyf sem dæmi.
Á miðjum skalanum er svo þægindasvæðið, einskonar fölsk heilsa. Hér finnur einstaklingurinn ekki fyrir miklum einkennum og er ekki að kljást við alvarleg veikindi eða heilsufarslegra kvilla. Á þessu stigi er mataræðið tilviljunarkennt, viðkomandi stundar óreglulega líkamsþjálfun og hreyfingu og setur almennt heilsuna ekki í forgang.
Til hægri er svo heilsufarsleg uppbygging. Þegar hér er komið er einstaklingurinn markvisst að byggja upp heilsuna sína, bæði andlega og líkamlega. Hann upplifir 100% líkamsstarfsemi þar sem taugakerfið, líffærin og vöðvar líkamans eru heilbrigðir og afköst eftir því. Hann á góð og uppbyggileg samskipti við fólk í kringum sig og er jákvæður þar sem hann upplifir góða andlega og líkamlega heilsu sem skilar sér í bættum lífsgæðum.