fbpx Skip to main content

Hjá flestu fólki er annar fóturinn aðeins styttri og það er oft á tíðum eðlilegt og hefur ekki teljandi áhrif á viðkomandi einstakling, þar sem líkaminn ræður vel við að það sé einhver munur á lengd fótanna. En þegar ójafnvægið er orðið mikið getur það farið að hafa áhrif á heilsu og líðan einstaklingsins. Slíkt ójafnvægi getur stafað af ýmsum þáttum, svo sem skekkju í mjaðmagrind, veikum grindarbotni, ójafnvægi í vöðvum eða snúnings á mjaðmagrind.

Hvað veldur?

Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þjáist af svokölluðum “functional short leg syndrome”, þ.e. þegar annar fóturinn er styttri vegna lífsstílstengdra atvika og vandamála. Algengar ástæður eru sem dæmi þegar mæður ganga um með börnin sín á sömu hlið, þar sem þungi barnsins hvílir þá á annarri mjöðminni. Fólk sem sefur alltaf á sömu hliðinni getur sömuleiðis þróað með sér þessi einkenni. Þá geta hlauprarar verið í áhættuhópi, sér í lagi þeir sem hlaupa mikið á ósléttu undirlagi. 

Almennt séð getur í raun hvaða hreyfing (og kyrrseta) sem setur óeðlilegan þunga á liði, vöðva og taugar, valdið þessum einkennum.

Hver eru einkennin?

Einkenni styttri fótar vegna lífsstílstengdra vandamála getur verið takmarkað við fótinn sjálfan, en getur líka haft áhrif á mjóbakið, hryggsúluna, axlir, háls og í raun allan líkamann. Dæmi eru um að styttri fótur geti haft áhrif á bit tannanna.

Almennt geta einkennin verið:

  • Verkir í mjóbaki
  • Verkir í hné
  • Sársauki í fæti og ökkla.
  • Skert jafnvægi og hreyfigeta
  • Þreyta

Mannslíkaminn er dásamleg vél. Þegar hluti af vélbúnaðinum virkar ekki rétt reynir líkaminn eðlilega að laga það. Ef hann getur ekki lagað vandamálið finnur hann leiðir til að bæta upp fyrir vandamálið. Þetta getur leitt til missamræmis í líkamanum, sem oft getur leitt til ofangreindra vandamála og óþæginda.

Kírópraktísk meðferð við styttri fót

Þegar þú ferð til kírópraktors vegna styttri fótar mun hann eða hún framkvæma ítarlega skoðun á þér. Hér á Kírópraktorstöðinni, sem dæmi, framkvæmum við fjölþætt líkamsstöðupróf, púlsmælingar, hita- og taugaskanna og röntgen myndatöku ef með þarf. Samhliða mælingum eiga sér stað ítarleg viðtöl milli kírópraktors og einstaklingsins þar sem farið er yfir heilsufarslega sögu viðkomandi, hver staðan er í dag og hvert hann vill stefna.

Eftir að greining hefur verið staðfest mun kírópraktorinn hefja það sem venjulega er fjölþætt nálgun sem samþættir samhæfingu á hryggsúlu, mjöðmum og fótum, ásamt því að veita ráðleggingar um nauðsynlegar lífsstílsbreytingar og æfingar sem viðkomandi getur gert heima.

Með tímanum getur kírópraktísk meðferð endurheimt hryggsúluna í sitt náttúrulega ástand og komið líkamanum aftur í jafnvægi. Skjólstæðingar munu venjulega upplifa mikla minnkun á sársauka og í mörgum tilvikum hverfa verkirnir alveg, sem og önnur einkenni styttri fótar. 

Í kjölfarið eykst hreyfigeta og sveigjanleiki verulega og almenn vellíðan sömuleiðis eykst til muna.

This site is registered on wpml.org as a development site.