fbpx Skip to main content

Fit 3d líkamsskanni

  • Einstakur líkamsskanni sem tekur 1200 infrarauðar myndir
  • Veitir heildræna mælingu á líkamssamsetningu
  • Gefur innsýn inn í lykilmælikvarða um heilsu og heilbrigði

Verð kr. 15.900,- 

Innifalið í verði er skanni og niðurstöðutími þar sem farið er yfir mælinguna.

Okkar helsta markmið á Kírópraktorstöðinni er að bæta lífsgæði þeirra sem til okkar leita. Með það að leiðarljósi bjóðum við nú viðskiptavinum stöðvarinnar að koma í líkamsskanna en nýja Fit 3d vélin okkar er hönnuð til að gefa alhliða greiningu á líkamsamsetningu, sem veitir dýrmætar upplýsingar um helstu mælikvarða sem hafa áhrif á heildarheilsu og hreysti einstaklingsins.

Skanninn virkar þannig að viðkomandi stendur uppréttur og á meðan tekur skanninn 1200 infrarauðar ljósmyndir af líkamanum, án geislunar, og myndar að endingu nokkurskonar 3D „avatar“, sem hægt er að nota til þess að greina líkamann með nákvæmum hætti.

Meðal helstu mælinga sem vélin útvegar okkur er meðal annars líkamsstaða og líkamssamsetning. Þannig mælir tækið:

  • Líkamsstöðu
  • Ummál líkamans, frá toppi til táar
  • Jafnvægi og líkamsbeitingu
  • Fituprósentu
  • Hlutfall vöðva, beina og líffæra af líkamsþyngd

Rannsóknir sýna að einn stærsti þátturinn í lífsgæðum þegar við eldumst er gæði og styrkur vöðva og hlutfall þeirra af líkamsþyngd. Þegar við eldumst er hætt við að styrkur og hlutfall vöðva fari minnkandi og því getur verið gott að skoða þessa mælikvarða, með tilliti til heilsu viðkomandi sem og til þess að spá um mögulega sjúkómda á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki o.fl.

Við erum afar stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á slíkar mælingar og erum full tilhlökkunar að nýta tæknina til þess að veita heildræna greiningu á líkamssamsetningu og hámarka árangur af meðferðum.

This site is registered on wpml.org as a development site.