fbpx Skip to main content

Heilsufyrirlestrar fyrir þitt fyrirtæki

Við hjá Kírópraktorstöðinni bjóðum upp á heilsufyrirlestra fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Markmiðið með fyrirlestrunum er að fræða starfsfólk viðkomandi fyrirtækis/stofnunar um heilsu og líkamann almennt, hvernig við beitum okkur rétt, mikilvægi stoðkerfisins og hvernig við getum viðhaldið heilbrigði og vellíðan í hraustum líkama.

Tímalengd: 45 mínútur

Helstu viðfangsefnin, eru eins og áður segir:

  • Hvernig á að beita sér rétt við vinnu?
  • Hvernig á vinnuaðstaðan að vera?
  • Hvernig á að halda stoðkerfinu heilbrigðu?
  • Hvernig aukum við líkur okkar á því að eldast vel í heilbrigðum líkama?
  • Er hægt að vera beinn í baki alla ævi?

Í lok fyrirlesturs gefum við starfsfólkinu tíma til þess að spyrja spurninga og sköpum þannig skemmtilegan umræðuvettvang um heilsutengd málefni. Þá má einnig sérsníða viðfangsefni hvers fyrirlesturs að þörfum hópsins.

Með heilsufyrirlestri kírópraktorstöðvarinnar viljum við veita starfsfólki þekkingu til þess að efla heilsu sína, þeim sjálfum og fyrirtækinu til heilla. Þess má geta að á vesturlöndum eru stoðkerfisvandamál ein helsta orsök fjarvista hjá starfsfólki og því mikilvægt að starfsfólk sé meðvitað um leiðir til þess að halda stoðkerfinu heilbrigðu og í góðu ásigkomulagi.

This site is registered on wpml.org as a development site.