Hér að neðan má sjá þau skref sem tekin eru með viðskiptavini við upphaf meðferðar hjá kírópraktor.
Vinsamlegast athugið: Engin meðhöndlun á sér stað í fyrsta tíma vegna þess að við viljum gefa okkur tíma til þess að fara yfir niðurstöður allra mælinga og mynda sem teknar voru í fyrstu heimsókn áður en meðhöndlun hefst. Í lok fyrsta tíma er niðurstöðutími bókaður þar sem farið er yfir allt sem kom út úr skoðuninni og áframhaldandi meðferð ákvörðuð.