fbpx Skip to main content

Hvað felst í fyrstu heimsókn til kírópraktors

Við leggum mikið upp úr því að kynnast hverjum og einum einstaklingi mjög vel og greina einkenni, ef einhver eru til staðar, líkamsstöðu og líkamsbeitingu, framkvæma mælingar og ítarlega alhliða skoðun á heilsufari viðkomandi.

Ferlið sjálft

Svona gengur þetta fyrir sig á Kírópraktorstöðinni

Hér að neðan má sjá þau skref sem tekin eru með viðskiptavini við upphaf meðferðar hjá kírópraktor.

Vinsamlegast athugið: Engin meðhöndlun á sér stað í fyrsta tíma vegna þess að við viljum gefa okkur tíma til þess að fara yfir niðurstöður allra mælinga og mynda sem teknar voru í fyrstu heimsókn áður en meðhöndlun hefst. Í lok fyrsta tíma er niðurstöðutími bókaður þar sem farið er yfir allt sem kom út úr skoðuninni og áframhaldandi meðferð ákvörðuð.

1

Líkamsstöðupróf

Kírópraktor metur líkamsstöðu þína bæði að framan og á hlið. Slíkt próf gefur kírópraktornum tækifæri til þess að sjá hvernig líkamsstaða þín er þá stundina og hvar og hvernig það sé hægt að bæta hana.
2

Viðtal

Í kjölfar líkamsstöðuprófs hefst viðtal við kírópraktorinn. Þar eru heilsufarsleg markmið viðkomandi rædd ásamt öðru tilfallandi. Að viðtali og ítarlegri líkamsskoðun loknu er metið hvort þörf sé á standandi röntgenmyndatöku.
3

Röntgen myndataka

Ástæður fyrir röntgenmyndatöku geta verið margar en á röntgenmyndatöku af hryggjasúlu getur kírópraktorinn, sem dæmi, fengið góða sýn á stoðkerfi líkamans í heild sinni sem getur aðstoðað hann við greiningu og niðurstöður.
4

Skannamælingar

Kírópraktor framkvæmir þrjár skannamælingar. Sú fyrsta er fingraskanni (púlsskanni) sem mælir púls og viðbragð við áreiti og streitu. Því næst eru tvær mælingar framkvæmdar á baki. Það eru hita- og taugaskanni. Hitaskanninn mælir hita og bólgur í bakinu og taugaskanninn mælir taugaboð frá mænunni út til vöðva og líffæra.
5

Niðurstöðutími - kynning

Niðurstöðutíminn hefst svo á stuttri heilsukynningu fyrir alla skjólstæðinga sem eru að koma í sinn annan tíma. Kynningin fjallar almennt um kírópraktík, hvernig hægt sé að hjálpa til við að ná árangri hraðar og hvernig meðferð hjá kírópraktor getur stórbætt heilsu fólks.
6

Niðurstöðutími - viðtal

Eftir kynningu fer hver og einn og hittir sinn kírópraktor í sinn niðurstöðutíma. Þar fer kírópraktorinn yfir niðurstöður mynda og mælinga frá fyrstu heimsókn og ákvarðar með viðkomandi áframhaldandi meðferðarplan.
This site is registered on wpml.org as a development site.