Góðar venjur

Góðar venjur eru mikilvægur þáttur í heilbrigðum lífsstíl. Góðar venjur fela í sér ákveðna rútínu sem þú fylgir dagsdaglega.

Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á það að heilbrigður lífsstíll hefur mikil áhrif á þær niðurstöður sem fólk fær úr heilbrigðisskoðun. Heilbrigður lífsstíll hefur þau áhrif að fólk er alla jafna með betra ónæmiskerfi, getur viðhaldið heilsu sinni lengur og líður betur almennt. Auk þess hefur fólk meiri möguleika á að jafna sig á veikindum sínum ef þau koma upp.

Heilbrigður lífsstíll felst meðal annars í hollu og reglulegu mataræði (lífrænn matur er besti og næringarríkasti maturinn), að drekka nóg af vatni, að stunda líkamsrækt eða annars konar hreyfingu reglulega, að fara reglulega til kíróppraktors, að viðhalda meðalþyngd sinni, að sofa nóg (að sofna og vakna á svipuðum tíma), að njóta góðs félagsskapar, að hugsa jákvætt og að hugleiða. Slíkar náttúrulegar leiðir í átt að heilsu eru ákjósanlegar og áhrifaríkar og auk þess án allra aukaverkana.  Best er að prófa sig áfram og finna þannig sinn eigin heilbrigða lífsstíl.