fbpx Skip to main content

Heilsulínan - leiðarvísir að bættum lífsgæðum

Hér á Kírópraktorstöðinni höfum við lengi vel haldið okkur við heilsulínuna, leiðarvísi að bættum lífsgæðum,  sem er einskonar aðferðar- og hugmyndafræði sem leggur áherslu á að staðsetja skjólstæðinga okkar á heilsufarslegum skala.

Heilsulínan - Almenn skilgreining

Til vinstri á skalanum er svæðið þar sem einstaklingurinn er að kljást við veikindi, skert lífsgæði og hefur mögulega takmarkaða líkamsstarfsemi að einhverju tagi. Mögulega er viðkomandi að taka inn lyf til þess að halda veikindum sínum í skefjum, hvort sem það eru uppáskrifuð lyf frá lækni eða verkjalyf sem dæmi.

Á miðjum skalanum er svo þægindasvæðið, einskonar fölsk heilsa. Hér finnur einstaklingurinn ekki fyrir miklum einkennum og er ekki að kljást við alvarleg veikindi eða heilsufarslegra kvilla. Á þessu stigi er mataræðið tilviljunarkennt, viðkomandi stundar óreglulega líkamsþjálfun og hreyfingu og setur almennt heilsuna ekki í forgang.

Til hægri er svo heilsufarsleg uppbygging. Þegar hér er komið er einstaklingurinn markvisst að byggja upp heilsuna sína, bæði andlega og líkamlega. Hann upplifir 100% líkamsstarfsemi þar sem taugakerfið, líffærin og vöðvar líkamans eru heilbrigðir og afköst eftir því. Hann á góð og uppbyggileg samskipti við fólk í kringum sig og er jákvæður þar sem hann upplifir góða andlega og líkamlega heilsu sem skilar sér í bættum lífsgæðum.

Í hvora áttina viljum við stefna?

Á heildina litið erum við alltaf að færast í aðra hvora áttina eftir skalanum. Einstaklingur sem situr á þægindasvæðinu og hugar lítið að mataræði og hreyfingu, er líklegur til þess að færast í átt að einhverskonar veikindum eða lífsstílstengdum heilsufarslegum kvillum. Að sama skapi getur einstaklingur sem glímir við líkamlega kvilla eða veikindi, reynt að fikra sig í átt að betri heilsu með því að huga að þeim þáttum sem eru líklegastir til þess að bæta heilsu og líðan viðkomandi.

Hvorug áttin er einhverskonar endastöð. Við getum sífellt verið að byggja upp heilsuna okkar og sömuleiðis getur okkur stöðugt haldið áfram að hraka. Ákvarðanirnar sem við tökum koma til með að ákvarða í hvora áttina við færumst eftir skalanum.

Að vinna með einstaklingnum út frá heilsulínunni

Á Kírópraktorstöðinni fáum við oft skjólstæðinga til okkar sem hægt væri að staðsetja vinstra megin á heilsulínunni. Þeir einstaklingar eru gjarnan að fást við stoðkerfiskvilla og búa við skert lífsgæði sem takmarka möguleika þeirra og færni. Oftar en ekki hefur okkur svo tekist að færa viðkomandi hægt og rólega eftir heilsulínunni í átt að betri heilsu.

Í meðferð á Kírópraktorstöðinni er lögð lykil áhersla á það að koma skjólstæðingum okkar til heilsu og það sem meira er, halda viðkomandi hægra megin á ásnum. Við kennum fólki, í gegnum kírópraktíska nálgun, hvernig það getur hugað að heilsunni. Sjálf meðferðin spilar svo stórt hlutverk en þar er leitast við að leiðrétta stöðu hryggjarsúlunnar og líkamsstöðu viðkomandi, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Þar að auki er lífsstíll viðkomandi skoðaður og farið í saumana á orsakasamhenginu sem leiddi til þess ástands sem viðkomandi er í.

Í byrjun meðferðar getur þannig verið mikilvægt fyrir viðkomandi að koma 1-3 í viku, allt eftir alvarleika veikindanna/verkjanna. Þegar við færum svo viðkomandi eftir ásnum  í átt að betri heilsu fækkar skiptunum og að endingu, þegar viðkomandi er farinn að upplifa betri heilsu og bætt lífsgæði, er oft nóg að mæta 2svar sinnum í mánuði, eða sjaldnar, til þess að viðhalda heilsunni en það er einmitt mergur málsins; að mæta reglulega og þannig viðhalda árangrinum og tryggja stöðuga bætingu, hægra megin á ásnum.

This site is registered on wpml.org as a development site.