Fleiri góðar æfingar til þess að styrkja líkamsstöðuna þína

Það er svo sannarlega jákvætt að stunda öfluga og góða líkamsrækt en oftar en ekki gleymist að gera æfingar sem hjálpa þér að rétta við líkamann og styrkja og viðhalda góðri líkamsstöðu. Líkamsstaðan okkar er gríðarlega mikilvæg þegar kemur að almennu heilbrigði í okkar daglega lífi. Hinir ýmsu verkir eða önnur vandamál sem tengjast stoðkerfi líkamans geta hæglega stafað af slæmri líkamsstöðu og réttara sagt, stafað af skorti á aðgerðum til þess að bæta líkamsstöðuna og þannig fyrirbyggja verki og tengd vandamál.

Þegar við leyfum eðlilegri líkamsstöðu okkar að skekkjast bjóðum við hættunni heim þar sem bakverkir og önnur stoðkerfis vandamál geta látið á sér kræla. Það að sitja lengi fyrir framan tölvuskjá, standa með bogið bak og höfuðið hangandi, lyfta þungum hlutum með rangri tækni eða sofa í afleitri stellingu getur allt leitt af sér verki í baki, hálsi og herðum, sem jafnvel getur leitt út í útlimi og fram í höfuð.

Við þurfum því að huga vel að líkamsstöðunni, sér í lagi þau okkar sem starfa við mikla kyrrsetu, til dæmis í skrifstofustörfum. Það getur verið gott ráð að standa reglulega upp, teygja úr sér og gera æfingar sem styrkja líkamsstöðuna.

Hér að neðan má finna sex góðar æfingar sem hægt er að framkvæma með tiltölullega auðveldum hætti.

Fuglahræðan (e. Scarecrow)

Scarecrow.gif

Sundtökin (e. swimmers)

Swimmers.gif

Axlasnúningur (e. Shoulder External Rotation)

External-Shoulder-Rotation.gif

Sitjandi bakfetta (e. Seated T-Spine Openers)

T-Spine-Opener.gif

Bóndaganga (e. Farmer´s walk)

Farmers-Walks.gif

Baugur (e. Halos)

Halo.gif

Þessi grein byggir á áður útgefnu efni af vefsíðu Health.com