fbpx Skip to main content

Heilbrigði hryggjarsúlunnar spilar algjört lykilhlutverk þegar kemur að eðlilegri virkni taugakerfisins, þar sem hún verndar mænuna okkar og taugarætur. Allt hnjask eða aðrar skekkjur sem hryggsúlan verður fyrir getur þannig haft bein áhrif á virkni taugakerfisins. Sem dæmi má nefna að á milli allra hryggjarliða hryggjarsúlunnar eru lítil op þar sem miðtaugakerfið flytur boð til annarra tauga líkamans (úttaugakerfisins). Þegar opið milli hryggjarliðanna þrengist, getur það óhjákvæmilega valdið þrýstingi á taugarnar sem getur valdið verkjum, dofa eða öðrum kvillum á því tiltekna svæði líkamans sem tengist viðkomandi taug.

Til þess að líkaminn starfi með eðlilegum hætti er mikvilægt að öll boðskipti milli heilans og líkamans gangi hratt og vel fyrir sig. Þessi samskipti eiga sér stað í gegnum taugakerfið þar sem mænan virkar sem nokkurskonar hraðbraut fyrir samskiptin. Sterk og heilbrigð hryggsúla tryggir að þessi boð berist um líkamann án nokkurra tafa.

Það þarf því að huga gríðarlega vel að heilbrigði hryggjarsúlunnar í gegnum allt okkar líf og þar kemur kírópraktík sterk inn.

 

Áhrif taugakerfisins á heilsu okkar

Út frá þeim forsendum sem fram hafa komið hér að ofan er augljóst hvernig taugakerfið spilar algjört lykilhlutverk fyrir heilsu og líðan okkar. Taugakerfið hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar, það er undirstaða þess að líkami okkar starfi með eðlilegum hætti.
Þar af leiðir að taugakerfi sem ekki virkar með eðlilegum hætti, getur haft stórkostleg áhrif á heilsu okkar og vellíðan. Dæmi um kvilla og aðra sjúkdóma sem rekja má með beinum hætti til vanvirks taugakerfis eru m.a.

  • Skert heilastarfsemi – svo sem minnisleysi, skortur á einbeitingu, svimi o.fl.
  • Svefnleysi og skortur á svefngæðum
  • Höfuðverkur og mígreni
  • Ýmis vandamál tengd þvagblöðru, til dæmis við að losa þvag eða halda þvagi.
  • Krónískir verkir í líkama og gigt.
  • Skert hreyfifærni
  • Dofi í höndum og fótum
  • Vöðvarýrnun
  • Kvillar í öndunarfærum
  • Flogaköst og flogaveiki
  • Eyrnasuð
  • Vandamál tengd meltingarfærum

 

Kírópraktík og taugakerfið – sterkari hryggjarsúla með kírópraktík

Kírópraktík er ein allra besta leiðin til þess að vinna með hryggjarsúluna og tryggja að staða hennar og virkni sé í góðu ásigkomulagi. Hér hjá Kírópraktorstöðinni eru sem dæmi framkvæmdar röntgen myndatökur og taugaskannar til þess að kanna heilbrigði hryggjarsúlunnar, stöðu hennar, finna út bólgur, skekkjur og þar fram eftir götunum. Í framhaldinu er svo unnið að því hámarka hreyfanleika og stöðugleika hryggjarsúlunnar og tryggja þannig sem besta endingu hennar og virkni.
Með þessu móti getur kírópraktík haft stórkostleg áhrif á taugakerfið. Með því að tryggja góða og heilbrigða hryggjarsúlu er hægt að tryggja sem besta virkni taugakerfisins.

Þannig getur kírópraktík:

  • Dregið úr verkjum sem stafa af klemmdum taugum og óeðlilegum þrýsting á taugar, sem stafar af skekkjum eða spennu í hryggjarsúlu
  • Bætt virkni taugakerfisins, einfaldlega með því að tryggja eðlilega virkni hryggjarsúlunnar og draga úr vöðvaspennu og bólgum. Þannig fær taugakerfið tækifæri til þess að flæða með eðlilegum hætti og boðleiðir til og frá heila, til mænunnar og út í líkamann, ganga smurt fyrir sig.
  • Dregið úr vöðvaspennu, en þegar mikil streita og vöðvaspenna er í líkamanum getur það haft áhrif á stöðu hryggjarsúlunnar sem aftur getur skaðað virkni taugakerfisins.
  • Bætt líkamsstöðuna en með betri líkamsstöðu verður staða og virkni hryggjarsúlunnar eðlilegri sem aftur stuðlar að betri virkni taugakerfisins.

Þar að auki felur meðferð hjá kírópraktor í sér allsherjarmat á heilsufari viðkomandi og lífsstíl. Kírópraktor getur ráðalagt með mataræði og hreyfingu, svo dæmi séu tekin. Allt vinnur þetta saman að því að skapa betra umhverfi fyrir taugakerfið okkar og þar með heilsuna okkar.

 

This site is registered on wpml.org as a development site.