fbpx Skip to main content

Hvað er kírópraktík og hvernig getur hún gagnast þér?

Kírópraktík er kerfi sem er notað til að meðhöndla líkamann. Þetta kerfi lítur á líkamann sem eina heild, þar sem allir partar hafa sinn tilgang og stuðla að því að heildin virki sem best. Sérstök áhersla er lögð á hrygginn og taugakerfi líkamans. Þá felur meðferð hjá kírópraktor einnig í sér heildarmat á lífsstíl viðkomandi, með tilliti til hreyfingar, matarræðis og almennrar heilsu.

Með kíróraktískri nálgun er hægt að bæta heilsuna og draga úr verkjum með ýmsum hætti. Hér að neðan eru nokkur atriði sem kírópraktorar vinna allra jafnan að.

Draga úr verkjum

Með því að meðhöndla hryggjarsúluna og aðra liði líkamans, með kírópraktískri nálgun, er hægt að draga úr verkjum. Oft á tíðum má rekja verki og vandamál í stoðkerfinu til stirðleika í liðum eða rangrar líkamsbeitingar sem hefur áhrif á stöðu og styrk hryggjarsúlunnar. Dæmi um slíka verki eru mjóbaksverkir, verkir í hálsi og hausverkur, verkir í útlimum, grindarbotni o.fl.

Bæta liðleika og hreyfifærni

Þegar stoðkerfi líkamans er uppfullt af bólgum, stirðleika og skekkjum, eða misjafnvægi, hamlar það getu einstaklingsins til þess að hreyfa sig með náttúrulegum hætti. Með því að meðhöndla hryggjarsúluna og aðra liði og liðamót í líkamanum, með kírópraktískri nálgun, er hægt að auka liðleika og hreyfifærni hjá einstaklingnum.

Draga úr bólgum í líkamanum

Með því að losa um hryggjarsúluna og bæta hreyfanleika og eðlilega virkni taugakerfisins, getur líkaminn hafist handa við að draga úr bólgum og þar með verkjum sem einstaklingurinn finnur fyrir.

Bæta líkamsstöðu

Með kírópraktískri nálgun og meðhöndlun á hryggjarsúlu, liðamótum og vöðvum líkamans, er hægt að bæta líkamsstöðu einstaklingsins.

Fyrirbyggjandi meðferð við meiðslum og öðrum óþægindum

Kírópraktísk meðferð getur hjálpað til við að koma í veg fyrir meiðsli og önnur óþægindi eða verki, með því að bæta hreyfanleika og eðlilega starfsemi taugakerfis, liðamóta og vöðva. Þannig virkar kírópraktísk meðferð vel sem fyrirbyggjandi meðferð.

Bæta virkni taugakerfisins

Kírópraktísk meðferð getur haft mjög jákvæð áhrif á virkni taugakerfisins, með því að tryggja eðlilega starfsemi þess í líkamanum.

Bæta heilsu með heildrænum hætti

Með kírópraktískri nálgun er einstaklingurinn skoðaður með heildrænum hætti. Þannig skoðar kírópraktor ekki eingöngu líkamleg einkenni, heldur horfir heildstætt á einstaklinginn og tekur inn í dæmið þætti eins og matarræði, hreyfingu, vinnuaðstæður, streitu og hreyfifærni. Með því að vinna heildsætt með einstaklingnum er hægt að hámarka árangur meðferðar.

This site is registered on wpml.org as a development site.