fbpx Skip to main content

Hvað er kírópraktík og hvernig getur hún gagnast þér?

Kírópraktík er kerfi sem er notað til að meðhöndla líkamann. Þetta kerfi lítur á líkamann sem eina heild, þar sem allir partar hafa sinn tilgang og stuðla að því að heildin virki sem best. Sérstök áhersla er lögð á hrygginn og taugakerfi líkamans.

Listinn hér að neðan er ekki tæmandi. Endilega hafðu samband ef þú vilt ræða við kírópraktor um þessi einkenni sem og önnur einkenni, heilsu þína og líðan.

Verkir og meiðsli

Stoðkerfis vandamál

  • Liðagigt
  • Slitgigt
  • Hryggskekkja
  • Dofi í líkamanum
  • Brjósklos
  • Klemmdar taugar

Hreyfing og lífsstíll

  • Líkamsstaða
  • Streita
  • Kyrrseta
  • Íþróttameiðsl
  • Tennisolnbogi

Mjóbaksverkur

Orsök

Mjóbakið er sterkt, sveigjanlegt og gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu okkar. Það hversu háþróað það er eykur hins vegar hættuna á að ýmis vandamál geta leynst þar lengi áður en þau koma upp á yfirborðið. Vegna hinna fjölmörgu tauga sem liggja í gegnum mjóbakið til allra svæða líkamans getur skekkja eða meiðsl í mjóbakinu leitt til fjölmargra annarra meiðsla og vandamála í líkamanum, til dæmis í fótleggjum, mjöðmum, liðum o.fl. Orsakir mjóbaksverkja geta sem dæmi verið lífsstíll, mataræði, almennt heilsufarlegt ásigkomulagi, röng líkamsbeiting við vinnu, æfingar eða önnur dagleg verkefni.

Einkenni
Einkennin geta verið í staðbundnum verkjum og/eða stirðleika í mjóbaki eða jafnvel leitt niður í nára, rass og læri.

Hvernig getur kírópraktík hjálpað
Ein algengasta ástæðan fyrir því að fólk leitar til kírópraktors er verkur í baki. Með kírópraktískri nálgun er hægt að draga úr verkjum og koma bakinu aftur í eðlilegt ástand. Þegar kírópraktor meðhöndlar fólk með bakverki er hans helsta markmið að auka hæfni og getu viðkomandi til þess að sinna daglegum verkefnum sínum og lifa lífi sínu án mikilla verkja og skertrar hreyfigetu. Meðferðin getur falið í sér að losa um spennu í vefjum líkamans, draga úr bólgum, tryggja eðlilegt flæði í taugakerfi, auka hreyfigetu í hryggsúlu sem og teygja á liðum og liðamótum. Þannig reynir kírópraktorinn eftir fremsta megni að halda einkennum niðri og draga úr niðursveiflum sem fela í sér verki, skerta hreyfigetu og skert lífsgæði.

Höfuðverkur - Hausverkur

Orsök
Höfuðverkir geta orsakast út frá mörgum ástæðum. Til dæmis vegna streitu, mataræðis, umhverfisins í kringum okkur, skorti á svefni, koffín inntöku, lyfjum, bólgum, áreynslu og fleiru.

Höfuðverkur getur stafað að mörgum þáttum, til dæmis getur hann orsakast frá liðum í hálsi, vöðvum og jafnvel kjálka- og kinnbeinum.

Einkenni
Þreyta og/eða verkir í höfði, andliti eða hálsi. Þrýstingur, svimi, sjóntruflanir, ógleði, streita, mígreni, spenna og fleira.

Hvernig getur kírópraktík hjálpað
Kírópraktík er góð leið til að draga úr verkjum af völdum mígrenis og annara höfuðverkja. Meðferðin sjálf, sem kírópraktorar beita, felst í því að losa um mögulegar klemmur, bólgur eða önnur óeðlileg einkenni í líkamanum, með því að tryggja rétta stöðu og hreyfanleika hryggsúlunnar. Kírópraktík getur bætt virkni mænunnar og taugakerfisins og dregið þannig úr streitu í kerfinu og verkjum.

Næstu skref
Ef þú finnur fyrir höfuðverk/hausverk og vilt leita þér aðstoðar tökum við vel á móti þér hér á Kírópraktorstöðinni. Vinsamlegast smelltu á hnappinn hér að neðan til þess að bóka þinn fyrsta tíma.

Verkur í hálsi og hnakka

Orsök
Verkur í hálsi og hnakka getur til dæmis myndast vegna þess hvernig við sitjum eða stöndum. Verkurinn gæti líka komið sökum vinnunar okkar og þess álags sem myndast sökum hennar. Áhyggjur og streita geta líka valdið verkjum í stoðkerfinu sem leiðir af sér verki á þessu svæði. Hins vegar getur fólk fundið fyrir eymslum í hálsi og hnakka án nokkurar sérstakrar eða sýnilegrar ástæðu. Verkurinn getur einnig komið eftir alvarlegt slys eða þróast yfir lengra tímabil, oft sökum rangrar líkamsbeitingar í leik og starfi.

Einkenni
Algengt er að fólk finni fyrir verkjum og/eða eymslum í hálsi og hnakka. Í sumum tilvikum birtist verkurinn fljótt og hverfur svo sjálfkrafa án nokkurar aðhlynningar. Í öðrum tilvikum getur verkurinn hins vegar orðið þrálátur, versnað og haft neikvæð áhrif á lífsgæði.

Verkir og eymsli í hálsi og hnakka geta verið mismunandi. Algengustu einkennin eru eftirfarandi:

Stífur háls þar sem erfitt getur verið að hreyfa hálsinn

Verkur eða stingur á einum ákveðnum stað í hnakkanum

Eymsli og óþægindi á stærra svæði

Verkur sem ferðast niður í axlir, hendur og jafnvel út í fingur

Verkur sem ferðast upp í höfuð og veldur hausverk

Í sumum tilvikum getur verkur í hálsi og hnakka valdið enn meiri vandræðum, til dæmis:

Dofa og þróttleysi í öxlum, höndum og fingrum

Erfiðleikum við að lyfta upp hlutum

Erfiðleikum við að ganga, halda jafnvægi og samhæfingu í líkama

Hvernig getur kírópraktík hjálpað
Með kírópraktík er hægt að meta, greina og vinna með hryggsúluna og einkennum tengdum henni. Ef verkir og eymsli í hálsi og hnakka eru afleiðing af öðrum stoðkerfa vandamálum má með hjálp kírópraktíkar snúa ferlinu við í átt að bata og bættum lífsgæðum. Meðferð hjá kírópraktor getur haft í för með sér leiðréttingu á hryggsúlu og líkamsstöðu, leyst klemmdar taugar og stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði hreyfingar og virkni í líkamanum. Hægt að vinna að varanlegri lausn með kírópraktískri nálgun.

Næstu skref
Ef þú finnur fyrir verki í hálsi eða hnakka og vilt leita þér aðstoðar tökum við vel á móti þér hér á Kírópraktorstöðinni. Vinsamlegast smelltu á hnappinn hér að neðan til þess að bóka þinn fyrsta tíma.

Verkur í mjöðmum

Orsök
Verkir í mjöðmum geta komið fyrir hvern sem er og eru þeir oftast ekki afleiðing af einhverju einu ákveðnu vandamáli. Uppruni sársaukans ræður oft því hversu mikill og lengi verkurinn verður og hver nákvæm staðsetning hans er.

Einkenni
Verkir í mjöðm geta verið framan á mjöðm, á hliðinni eða jafnvel að aftan og þá niður og í kringum rasssvæðið.

Hvernig getur kírópraktík hjálpað
Meðferð hjá kírópraktor getur endurheimt hreyfanleika í mjöðmum með losun á klemmdum taugum og annarri spennu. Einnig getur meðferðin hjálpað til við endurstillingu á mjaðmaliðum.

Næstu skref
Ef þú finnur fyrir verkjum í mjöðmum og vilt leita þér aðstoðar tökum við vel á móti þér hér á Kírópraktorstöðinni. Vinsamlegast smelltu á hnappinn hér að neðan til þess að bóka þinn fyrsta tíma.

This site is registered on wpml.org as a development site.