fbpx Skip to main content

Hér á Kírópraktorstöðinni fáum við oft spurningar um hvernig kírópraktísk meðferð getur gagnast fólki á ákveðnum aldri. Til dæmis hvort það sé of seint að leita til kírópraktors ef viðkomandi einstaklingur er kominn yfir sextugt eða sjötugt. Hvort hægt sé að laga hin og þessi einkenni, draga úr verkjum og þar fram eftir götunum.

Í raun er svarið við öllum þessum spurningum nokkuð einfalt; Það er aldrei of seint að fara að huga að heilsunni og með kírópraktískri nálgun er oft hægt að stórbæta hana.

Vissulega er það einstaklingsbundið hversu áhrifaríkar meðferðirnar geta verið. Sumir geta náð stórkostlegum bata og heilsu á meðan erfiðara getur verið að fást við ákveðin einkenni og sjúkdóma. Með nákvæmum greiningum er hins vegar auðvelt að sjá hvað hentar hverju sinni. 

Hér á Kírópraktorstöðinni framkvæmum við hinar ýmsu mælingar, svo sem hita- og taugaskanna, líkamsstöðupróf, ásamt því að taka viðtöl og framkvæma röntgen myndatöku og greiningu. Út frá niðurstöðum þessara rannsókna er hægt að meta rétta meðferð fyrir hvern einstakling, sem  hámarkar líkur á bættri heilsu.

 

En hvað getur kírópraktík gert fyrir eldra fólk?

Á heildina litið getur kírópraktík m.a. 

  • Dregið úr verkjum: Á efri árum lífsins getum við farið að finna til verkja og jafnvel þróað með okkur króníska verki. Orsakirnar geta verið misjafnar en algengustu oraskir eru til dæmis meiðsli eftir slys, gigtarsjúkdómar, beinþynning og vandamál tengd hryggsúlunni. Með kírópraktískri meðferð er oft hægt að draga úr verkjunum og í sumum tilfellum koma alfarið í veg fyrir verki. Það er gert með því að leiðrétta stöðu hryggsúlunnar og þannig hámarka hreyfifærni, blóðflæði og virkni taugakerfisins út í líkamann.
  • Aukið liðleika og hreyfifærni: Með hækkandi aldri getum við farið að finna fyrir auknum stirðleika í liðunum. Með réttri kírópraktískri nálgun er hins vegar hægt að  auka liðleika og hreyfifærni, en grunnurinn að því er að leiðrétta líkamsstöðuna. Þá getur kírópraktor mótað meðferðaráætlun sem inniheldur góðar teygjur og aðrar æfingar, með það að markmiði að styrkja líkamann og auka hreyfanleika.
  • Aukið jafnvægi og samhæfingu: Annar fylgifiskur hækkandi aldurs hjá sumum er takmarkað jafnvægisskyn og minni samhæfing í líkamanum. Með kírópraktískri nálgun er einmitt hægt að vinna gegn því, til dæmis með því að tryggja að hryggsúlan sé í sem bestu mögulegu standi og þannig er hægt að tryggja eðlilega virkni taugakerfisins. Þegar taugakerfið okkar virkar með góðum hætti berast boð til líkamans hratt og örugglega, sem aftur hjálpar með jafnvægi og samhæfingu.
  • Bætt heilsuna með heildrænum hætti: Með kírópraktískri nálgun er einstaklingurinn skoðaður með heildrænum hætti. Þannig skoðar kírópraktor ekki eingöngu líkamleg einkenni, heldur horfir heildstætt á einstaklinginn og sögu hans, og tekur inn í dæmið þætti eins og mataræði, hreyfingu, vinnuaðstæður, streitu og hreyfifærni. Með því að vinna heildstætt með einstaklingnum er hægt að hámarka árangur meðferðar.
  • Stuðlað að aukinni vellíðan: Þegar líkaminn okkar er betri líður okkur mun betur heilt yfir. Við finnum fyrir meiri krafti og upplifum eðlilega virkni líkamans. Verkir og mæða hætta að aftra okkur og við getum hreyft okkur meira og lifað lífinu til fulls.

Þegar kemur að heilsunni okkar er fyrsta skrefið alltaf að taka mið af núverandi ástandi og velta fyrir okkur hvert við viljum stefna þegar kemur að líkamlegri og ekki síður andlegri heilsu. Ef þú hefur áhuga á því að kanna hvort kírópraktík henti þér á þinni vegferð, þá skaltu endilega heyra í okkur í síma 588-8085 eða á netfangið kiro@kiro.is

Það er nefnilega aldrei of seint að byrja!

This site is registered on wpml.org as a development site.