Svona virkar kírópraktík sem verkjameðferð

chiropractic-care-pa.jpg

Þrálátir verkir og eymsli í líkamanum geta haft mikil áhrif á líðan okkar dags daglega og því miður er stór hópur fólks í samfélaginu að kljást við verki og óþægindi í líkamanum á degi hverjum. Leiðirnar til þess að takast á við slíka verki eru margar og flestir reyna allskonar ráð og leiðbeiningar til þess að ná bata og fyrri styrk. Ein þessara leiða er kírópraktík.

 

Hvað er kírópraktík

Kírópraktík er ákveðið kerfi, þ.e. nálgun, sem lítur á alla hluta líkamans sem eina heild, með sérstaka áherslu á hrygginn og þar með gervallt taugakerfi líkamans. Ferlið felur meðal annars í sér greiningu á heilsu viðkomandi einstaklings. Sú greining felur í sér viðtal og skoðun þar sem mælingar á taugakerfi, mat á líkamsstöðu og jafnvel röntgenmyndir, ef þess þarf, gefa viðkomandi kírópraktor betri innsýn inn í stoðkerfið og hvað sé að valda umræddum verkjum í líkamanum. Í kjölfarið hefst meðferð hjá kírópraktor sem getur haft í för með sér leiðréttingu á hryggsúlu og líkamsstöðu, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Þar að auki er lífsstíll viðkomandi skoðaður og farið í saumana á orsakasamhenginu sem leiddi til þess ástands sem viðkomandi er í. Út frá því er hægt að vinna að langtíma lausn með kírópraktískri nálgun.

 

Kírópraktík sem verkjameðferð

Nýleg rannsókn, sem unnin var af Yale School of Medicine við Yale háskólann í Bandaríkjunum, sýndi fram á það að skjólstæðingar sem leita til kírópraktors við verkjum og eymslum í líkamanum draga úr líkum sínum á því að taka inn ópíóðaskyld verkjalyf um 49 prósentustig, samanborið við þá sem ekki hafa leitað sér aðstoðar hjá kírópraktor. Með öðrum orðum, þeir sem leita til kírópraktors við verkjum í líkamanum eru töluvert minna líklegri til þess að þurfa á að halda sterkum og í mörgum tilvikum ávanabindandi verkjalyfjum. Rannsóknin náði til um 60.000 þátttakenda í Bandaríkjunum sem áttu það sameiginilegt að kljást við stoðkerfis- tengda verki og önnur tengd einkenni.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru á árlegum fundi American Academy of Pain Medicine (AAPM) fyrr á þessu ári, eru einkar áhugaverðar og ýta sannarlega undir þau rök að kírópraktísk nálgun getur hjálpað viðkomandi einstaklingum að lágmarka og jafnvel vinna bug á verkjum og eymslum í líkamanum.

Um 22 milljónir Bandaríkjamanna heimsækja kírópraktor á ári hverju og um 35% þeirra leita til kírópraktors vegna verkja í bakinu, samkvæmt WebMd. Það rímar vel við þá staðreynd að flestir tengja kírópraktík einungis við bakverki og fara ef til vill ekki til kírópraktors vegna annarra einkenna. Kírópraktík, hins vegar, eins og áður segir, kemur að gagni þegar um annarskonar verki, eymsli og veikindi er að ræða eða ef viðkomandi vill ráðleggingar og hjálp við að halda stoðkerfi sínu í sem bestu mögulegu standi fram eftir aldri.

Helstu verkja-einkenni sem kírópraktorar allra jafna fást við eru eftirfarandi:

Bakverkir, verkir í mjóbaki, krampar í fótleggjum, verkir í hnakka og hálsi, hausverkir, mígreni, verkir í liðum og liðamótum, verkir aftan í rassi, verkir í hnjám, verkir í öxlum, verkir í olnboga, verkir í mjöðmum, verkir sem leiða út í hendurnar, verkir sem skjótast frá rassi niður í lærin, vöðvakrampar, dofi í líkamanum sem og verkir og einkenni sem tengjast óeðlilegri líkamsstöðu.

Þessi einkenni geta orsakast fyrir fjölmargar ástæður en mikilvægt er að greiningin sé ítarleg til þess að tryggja rétta nálgun sem er til þess fallin að vinna bug á vandamálinu og tryggja góðan og varanlegan bata.

 

Svona gerum við á Kírópraktorstöðinni

Við hjá Kírópraktorstöðinni leggjum metnað okkar í að hjálpa þér að ná heilsumarkmiðum þínum. Með því að sameina hæfni og sérfræðikunnáttu sem nær yfir allt heilsulitrófið í kírópraktík, gerum við það mögulegt. Séfræðingar okkar hafa einlægan áhuga á vellíðan þinni og að koma þér til góðrar heilsu og betra lífs. Þeir kenna þér að nota grundvallarreglurnar í kírópraktík m.a. með heilsulínunni; leiðarvísi að bættum lífsgæðum.

Á Kírópraktorstöðinni finnur þú leiðir og stuðning til að bæta heilsu þína. Með því að vera í meðferð hjá kírópraktor eykur þú möguleika þína á heilbrigði, vellíðan og á því að vera í toppformi, andlega og líkamlega.

 

9 góðar ástæður fyrir því að fara til kírópraktors

Margir bíða þess að fara til kírópraktors þar til þeir verða fyrir einhverjum stórkostlegum meiðslum eða þróa með sér einhverskonar veikindi eða sjúkdóma. Oft á tíðum, þegar hér er komið við sögu, er verkurinn sem gjarnan fylgir orðinn óbærilegur. Sumum finnst hins vegar fráleitt að fara til kírópraktors nema eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir. Kírópraktík, aftur á móti, er álíka góð til þess að koma í veg fyrir meiriháttar meiðsli og veikindi eins og hún er áhrifarík við að hjálpa einstaklingnum aftur af stað, eftir alvarleg slys eða veikindi.

Kírópraktík, í eðli sínu, hjálpar líkama þínum að lækna sig sjálfan og aðstoðar þig sömuleiðis við að fá aukin styrk og vellíðan. Þannig má líta á kírópraktík sem hluta af góðum og heilbrigðum lífsstíl sem bæði virkar sem fyrirbyggjandi meðferð sem og meðferð við alvarlegum meiðslum og veikindum.

Flestir tengja kírópraktík einungis við bakverki og fara ef til vill ekki til kírópraktors vegna annarra einkenna. Kírópraktík, hins vegar, kemur að gagni þegar um annarskonar verki, eymsli og veikindi er að ræða.

Hér að neðan gefur að líta á algenga kvilla og aðstæður sem gefa þér ríka ástæðu fyrir því að fara til kírópraktors með það að markmiði koma heilsu þinni og bata í rétt horf.

 

Höfuðverkur

Það geta verið margar ástæður fyrir því að við fáum hausverk, til dæmis vökvaskortur, mígreni, skortur á súrefni, flensa, timburmenn og þar fram eftir götunum. Höfuðverkur getur hins vegar einnig myndast út frá vandamálum í hryggsúlu og hálsi, sem ef til vill hafa myndast með tímanum, eftir slys eða vegna annarra áverka. Kírópraktor getur hjálpað þér að draga úr verkjunum með því að laga þessi tilteknu vandamál og styrkja betur hálsinn og bakið en þannig eykst blóðflæðið sem eykur súrefni til heilans og tryggir að allar taugar og taugaboð séu starfandi með eðlilegum hætti. Þar að auki gæti kírópraktorinn gefið þér góð ráð varðandi breytingar á lífsstíl þínum, matarræði, venjum o.s.fr.

 

Verkur í vöðvum og liðum

Ef þú finnur fyrir verkjum í vöðvum og liðum er ekki endilega besta ráðið að vaða í lyfjaskápinn og taka inn verkjalyf svo vikum eða mánuðum skiptir. Verkurinn sem þú finnur fyrir gæti nefnilega stafað af öðrum stoðkerfis vandamálum, vegna hryggskekkju, rangrar líkamsbeitingar eða annarra orsaka. Kírópraktorar hafa sérþekkingu og eru þjálfaðir til þess að fá líkama þinn til þess að starfa eðlilega með því að tryggja rétta stöðu hryggsúlunnar sem leiðir af sér betra flæði í líkamanum sem er til þess fallið að draga úr verkjum og eymslum í vöðvum og liðum. Slíkar meðferðir auka þannig blóðflæði til vöðva líkamans og tryggja eðlileg taugaboð til þeirra svæða líkamans þar sem verkinn er að finna.

 

Þú situr við skrifborð mest allan daginn

Ef þú hefur starfað á skrifstofu í mörg ár eru góðar líkur á því að þú hafir þróað með þér slæma líkamsstöðu, einfaldlega vegna kyrrsetu við skrifborð, jafnvel með herðarnar hangandi yfir lyklaborðinu. Þessi ranga líkamsstaða setur mikinn þunga á bakið þitt, hálsinn og herðarnar sem getur valdið verkjum í öllum líkamanum. Kírópraktor getur aftur á móti snúið ferlinu við og kennt þér rétta líkamsbeitingu.

 

Krónískur verkur í bakinu

Ein algengasta ástæðan fyrir því að fólk leitar til kírópraktors er verkur í baki og þá sér í lagi krónískur verkur í bakinu. Slíkir verkir geta komið vegna fjölda ástæðna og tengjast oft lífsstíl þínum, vinnu, matarræði og almennu heilsufarslegu ásigkomulagi. Með kírópraktískri nálgun er hægt að draga úr umræddum verkjum og koma bakinu aftur í eðlilegt ástand.

 

Skósólarnir þínir eyðast með mismunandi hætti.

Ef þú byrjar að taka eftir því að sólarnir undir skónum þínum eyðast með mismunandi hætti, til dæmis vinstri sólinn eyðist fljótar upp heldur en sá hægri, er líklegt að um einhverskonar skekkju sé að ræða, sem veldur því að þú stígur mismunandi niður í lappirnar. Slíkt getur leitt af sér alvarlega króníska verki og því nauðsynlegt að láta rétta hryggsúluna til þess að koma í veg fyrir þesskonar verki og eymsli.

 

Skert hreyfigeta

Ef þú finnur fyrir striðleika og skertri hreyfigetu, hvort sem það er í höndum, fótum eða jafnvel hálsinum, er líklegt að þú þurfir á meðferð að halda hjá kírópraktor. Með kírópraktískri meðhöndlun er hægt að leiðrétta stöðu beina, vöðva og liða, sem allra jafna leiðir til þess að líkaminn læknar sig sjálfur af þeim verkjum sem eru að plaga þig. Full hreyfigeta og liðleiki er grunnurinn að betri líðan og almennu heilbrigði.

 

Þú lentir nýverið í slysi

Það að lenda í slysi, til dæmis í bílslysi eða mótorhjólaslysi, getur haft virkilega slæmar afleiðingar í för með sér og nauðsynlegt að leita sér aðstoðar sem allra fyrst. Kírópraktor getur þannig gengið úr skugga um að hryggsúlan, hálsinn, liðamót og almenn beina- og vöðvauppbygging jafni sig að fullu eftir slysið. Þannig ættir þú að hafa það sem forgangsatriði að leita til kírópraktors eftir slys þar sem þú varðst fyrir hnjaski, fékkst hnykk á hálsinn eða þar fram eftir götunum. Hins vegar, ef um alvarlegri meiðsl er að ræða, svo sem beinbrot, höfuðáverka eða annað slíkt er að sjálfsögðu mikilvægt að leita sér læknisaðstoðar sem allra fyrst.

 

Skarpur verkur í fótum

Ef þú finnur fyrir skörpum verkjum í fótum, jafnvel dofa eða þreytu, er mögulega um klemmda taug að ræða. Þaulreyndur kírópraktor getur hjálpað þér að losa um taugina með því að rétta við hryggsúluna og líkamsstöðuna almennt.

 

Þú stundar íþróttir eða aðra hreyfingu af miklum krafti

Ef þú stundar íþróttir og hreyfir þig almennt mikið setur þú aukið álag á líkama þinn og þar með talið hrygginn, hálsinn, vöðva og liðamót. Oft á tíðum þróum við meiðsli vegna íþrótta yfir langt tímabil þar sem líkaminn hreinlega aðlagar sig að ákveðnum skekkjum, klemmdum taugum og öðrum vanköntum. Með reglulegum heimsóknum til kírópraktors er hægt að koma í veg fyrir slík meiðsl með fyrirbyggjandi meðferðum. Með þessu móti tryggir kírópraktorinn þinn að líkami þinn sé í eðlilegu standi, að líkamsstaða þín sé rétt og heyfigeta þín sé í hámarki. Þannig getur þú náð meiri árangri og komið í veg fyrir alvarleg meiðsl sem jafnvel geta haldið þér frá íþróttum og hreyfingu almennt.

 

Verkir og eymsli í hálsi og hnakka

Algengt er að fólk finni fyrir verkjum eða eymslum í hálsi og hnakka, á einhverjum tímapunkti í lífi þess. Í sumum tilvikum birtist verkurinn fljótt og hverfur svo sjálfkrafa án nokkurar aðhlynningar. Í öðrum tilvikum getur verkurinn hins vegar orðið  þrálátur, versnað og haft neikvæð áhrif á lífsgæði viðkomandi. Verkurinn getur komið eftir alvarlegt slys eða þróast yfir lengra tímabil, oft sökum rangrar líkamsbeitingar í leik og starfi. Þegar komið er á þann stað er mikilvægt að leita sér aðstoðar til þess að leiðrétta líkamsstöðuna og ná varanlegum bata.

Tegundir verkja

Verkir og eymsli í hálsi og hnakka geta verið mismunandi. Algengustu einkennin eru eftirfarandi:

·        Stífur háls þar sem erfitt getur verið að hreyfa hálsinn

·        Verkur eða stingur á einum ákveðnum stað í hnakkanum

·        Eymsli og óþægindi á stærra svæði

·        Verkur sem ferðast niður í axlir, hendur og jafnvel út í fingur

·        Verkur sem ferðast upp í höfuð og veldur hausverk

Í sumum tilvikum getur verkur í hálsi og hnakka valdið enn meiri vandræðum, til dæmis:

·        Dofa og þróttleysi í öxlum, höndum og fingrum

·        Erfiðleikum við að lyfta upp hlutum

·        Erfiðleikum við að ganga, halda jafnvægi og samhæfingu í líkama

Af hverju fáum við verki í háls og hnakka

Fólk getur upplifað eymsli á umræddu svæði vegna fjölmargra ólíkra þátta. Sem dæmi gæti verkurinn myndast einfaldlega vegna þess hvernig við sitjum eða stöndum. Verkurinn gæti líka komið sökum vinnunar okkar og þess álags sem myndast sökum hennar. Áhyggjur og streita geta líka valdið verkjum í stoðkerfinu sem leiðir af sér verki á þessu svæði. Hins vegar getur fólk fundið fyrir eymslum í hálsi og hnakka án nokkurar sérstakrar eða sýnilegrar ástæðu.

Hvernig getur kírópraktík hjálpað

Með kírópraktík er hægt að meta, greina og vinna með hryggsúluna og einkenni tengd henni. Ef verkir og eymsli í hálsi og hnakka eru afleiðing af öðrum stoðkerfa vandamálum má með hjálp kírópraktíkar snúa ferlinu við í átt að bata og bættum lífsgæðum. Fyrsta skrefið er að mæta í viðtal og skoðun þar sem mælingar á taugakerfi, mat á líkamsstöðu og jafnvel röntgenmyndir, ef þess þarf, gefa viðkomandi kírópraktor betri innsýn inn í stoðkerfið og hvað sé að valda umræddum verkjum í hálsi og hnakka. Í kjölfarið er svo hægt að hefja meðferð hjá kírópraktor sem getur haft í för með sér leiðréttingu á hryggsúlu og líkamsstöðu, leysa klemmdar taugar og stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði hreyfingar og virkni í líkamanum. Þar að auki er farið yfir lífsstíl viðkomandi og farið í saumana á orsakasamhenginu sem leiddi til þess ástands sem viðkomandi er í. Út frá því er hægt að vinna að varanlegri lausn með kírópraktískri nálgun.

Ef þú ert með ofangreind einkenni, eða hefur haft slík einkenni, hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur. Þú getur pantað tíma með því að smella hér.

Reglulegar heimsóknir til kírópraktors getur hjálpað þunguðum konum að slaka á grindarbotnsvöðvum

Þegar kemur að meðgöngu kvenna geta allar þær breytingar sem verða á líkamanum haft mikil áhrif á heilsu og líðan þeirra. Einn vöðvahópur líkamans sem sérstaklega verður fyrir áhrifum af meðgöngunni er grindarbotninn. Á síðastliðnum áratugum hefur umfjöllun um þetta tiltekna málefni verið vinsæl og hafa konur, sem bera barn undir belti, allra jafna verið hvattar til þess að huga vel að grindarbotns vöðvunum.

Nýleg rannsókn sem framkvæmd var af Australian Spinal Research Foundation sýndi fram á að heimsókn til kírópraktors getur hjálpað ófrískum konum að slaka á grindarbotnsvöðvunum sem bæði hjálpar þeim meðan á meðgöngu stendur sem og í fæðingunni sjálfri. Í rannsókninni var þátttakendum skipt í tvo hópa, annars vegar þungaðar konur og hins vegar konur sem ekki áttu von á barni. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að þegar konurnar sem báru barn undir belti höfðu verið meðhöndlaðar af kíópraktor, sem hafði það að markmiði að leiðrétta og aðlaga líkamsstöðu þeirra, áttu þær auðveldar með að slaka á grindarbotns vöðvunum.

Grindarbotns vöðvarnir hafa mikilvægu hlutverki að gegna meðan á meðgöngu kvenna stendur sem og í fæðingunni sjálfri. Veikir, spenntir og laskaðir grindarbotnsvöðvar sem verða fyrir miklu álagi í langan tíma, til dæmis á meðgöngu, geta leitt til heilsufarslegra vandamála fyrir viðkomandi konur. Þannig geta of spenntir eða of slakir grindarbotnsvöðvar leitt til þess að legið, þvagblaðran, þvagrásin og önnur tengd líffæri skorðast og færast til úr sinni náttúrulegu stöðu. Þessu getur fylgt miklir verkir sem og líkamleg og andleg vanlíðan.

Fyrir konur í hríðum er mikilvægt að grindarbotnsvöðvarnir geri barninu kleift að hreyfa sig með eðlilegum hætti niður eftir fæðingarveginum. Ef konan nær ekki að slaka á þessum vöðvahópum þegar barnið fikrar sig neðar, mun hún verða þreyttari mun fyrr og gæti þurft á auknu inngripi að halda. Þannig eru sterkir grindarbotnsvöðvar, sem konan á auðvelt með að hvíla og slaka, mikilvægur þáttur í eðlilegu fæðingarferli.

Aðrar áhugaverðar niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að sá hópur kvenna, sem ekki voru þungaðar, áttu eftir meðferð hjá kírópraktor, auðveldar með að spenna grindarbotnsvöðvana, upp að því marki sem aðeins sést hjá afreksfólki í íþróttum. Höfundar rannsóknarinnar voru ekki síður spenntir yfir þessum niðurstöðum og sögðu tilefni til frekari rannsókna á þessu tiltekna viðfangsefni. Sterkari grindarbotnsvöðvar sem konur hafa meiri stjórn á en ella geta bætt heilsu þeirra til muna og komið í veg fyrir hina ýmsu heilsufarslegu kvilla sem gjarnan fylgja þessu svæði líkamans.

Fyrir barnshafandi konur getur kírópraktík gefðið aukna stjórnun á eigin grindarbotns vöðvum, sem gæti gert eðlilega fæðingu auðveldari. Höfundar rannsóknarinnar segja að á þessari stundu sé einungis hægt að geta sér til um hvort kírópraktík á meðgöngu geti dregið úr inngripum í fæðingunni sjálfri, sem og aukið heilsu og heilbrigði barns og móður. Aftur á móti segja þeir niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að kírópraktík sé án alls efa gagnleg barnshafandi konum