Verkir og eymsli í hálsi og hnakka

Algengt er að fólk finni fyrir verkjum eða eymslum í hálsi og hnakka, á einhverjum tímapunkti í lífi þess. Í sumum tilvikum birtist verkurinn fljótt og hverfur svo sjálfkrafa án nokkurar aðhlynningar. Í öðrum tilvikum getur verkurinn hins vegar orðið  þrálátur, versnað og haft neikvæð áhrif á lífsgæði viðkomandi. Verkurinn getur komið eftir alvarlegt slys eða þróast yfir lengra tímabil, oft sökum rangrar líkamsbeitingar í leik og starfi. Þegar komið er á þann stað er mikilvægt að leita sér aðstoðar til þess að leiðrétta líkamsstöðuna og ná varanlegum bata.

Tegundir verkja

Verkir og eymsli í hálsi og hnakka geta verið mismunandi. Algengustu einkennin eru eftirfarandi:

·        Stífur háls þar sem erfitt getur verið að hreyfa hálsinn

·        Verkur eða stingur á einum ákveðnum stað í hnakkanum

·        Eymsli og óþægindi á stærra svæði

·        Verkur sem ferðast niður í axlir, hendur og jafnvel út í fingur

·        Verkur sem ferðast upp í höfuð og veldur hausverk

Í sumum tilvikum getur verkur í hálsi og hnakka valdið enn meiri vandræðum, til dæmis:

·        Dofa og þróttleysi í öxlum, höndum og fingrum

·        Erfiðleikum við að lyfta upp hlutum

·        Erfiðleikum við að ganga, halda jafnvægi og samhæfingu í líkama

Af hverju fáum við verki í háls og hnakka

Fólk getur upplifað eymsli á umræddu svæði vegna fjölmargra ólíkra þátta. Sem dæmi gæti verkurinn myndast einfaldlega vegna þess hvernig við sitjum eða stöndum. Verkurinn gæti líka komið sökum vinnunar okkar og þess álags sem myndast sökum hennar. Áhyggjur og streita geta líka valdið verkjum í stoðkerfinu sem leiðir af sér verki á þessu svæði. Hins vegar getur fólk fundið fyrir eymslum í hálsi og hnakka án nokkurar sérstakrar eða sýnilegrar ástæðu.

Hvernig getur kírópraktík hjálpað

Með kírópraktík er hægt að meta, greina og vinna með hryggsúluna og einkenni tengd henni. Ef verkir og eymsli í hálsi og hnakka eru afleiðing af öðrum stoðkerfa vandamálum má með hjálp kírópraktíkar snúa ferlinu við í átt að bata og bættum lífsgæðum. Fyrsta skrefið er að mæta í viðtal og skoðun þar sem mælingar á taugakerfi, mat á líkamsstöðu og jafnvel röntgenmyndir, ef þess þarf, gefa viðkomandi kírópraktor betri innsýn inn í stoðkerfið og hvað sé að valda umræddum verkjum í hálsi og hnakka. Í kjölfarið er svo hægt að hefja meðferð hjá kírópraktor sem getur haft í för með sér leiðréttingu á hryggsúlu og líkamsstöðu, leysa klemmdar taugar og stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði hreyfingar og virkni í líkamanum. Þar að auki er farið yfir lífsstíl viðkomandi og farið í saumana á orsakasamhenginu sem leiddi til þess ástands sem viðkomandi er í. Út frá því er hægt að vinna að varanlegri lausn með kírópraktískri nálgun.

Ef þú ert með ofangreind einkenni, eða hefur haft slík einkenni, hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur. Þú getur pantað tíma með því að smella hér.

Reglulegar heimsóknir til kírópraktors getur hjálpað þunguðum konum að slaka á grindarbotnsvöðvum

Þegar kemur að meðgöngu kvenna geta allar þær breytingar sem verða á líkamanum haft mikil áhrif á heilsu og líðan þeirra. Einn vöðvahópur líkamans sem sérstaklega verður fyrir áhrifum af meðgöngunni er grindarbotninn. Á síðastliðnum áratugum hefur umfjöllun um þetta tiltekna málefni verið vinsæl og hafa konur, sem bera barn undir belti, allra jafna verið hvattar til þess að huga vel að grindarbotns vöðvunum.

Nýleg rannsókn sem framkvæmd var af Australian Spinal Research Foundation sýndi fram á að heimsókn til kírópraktors getur hjálpað ófrískum konum að slaka á grindarbotnsvöðvunum sem bæði hjálpar þeim meðan á meðgöngu stendur sem og í fæðingunni sjálfri. Í rannsókninni var þátttakendum skipt í tvo hópa, annars vegar þungaðar konur og hins vegar konur sem ekki áttu von á barni. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að þegar konurnar sem báru barn undir belti höfðu verið meðhöndlaðar af kíópraktor, sem hafði það að markmiði að leiðrétta og aðlaga líkamsstöðu þeirra, áttu þær auðveldar með að slaka á grindarbotns vöðvunum.

Grindarbotns vöðvarnir hafa mikilvægu hlutverki að gegna meðan á meðgöngu kvenna stendur sem og í fæðingunni sjálfri. Veikir, spenntir og laskaðir grindarbotnsvöðvar sem verða fyrir miklu álagi í langan tíma, til dæmis á meðgöngu, geta leitt til heilsufarslegra vandamála fyrir viðkomandi konur. Þannig geta of spenntir eða of slakir grindarbotnsvöðvar leitt til þess að legið, þvagblaðran, þvagrásin og önnur tengd líffæri skorðast og færast til úr sinni náttúrulegu stöðu. Þessu getur fylgt miklir verkir sem og líkamleg og andleg vanlíðan.

Fyrir konur í hríðum er mikilvægt að grindarbotnsvöðvarnir geri barninu kleift að hreyfa sig með eðlilegum hætti niður eftir fæðingarveginum. Ef konan nær ekki að slaka á þessum vöðvahópum þegar barnið fikrar sig neðar, mun hún verða þreyttari mun fyrr og gæti þurft á auknu inngripi að halda. Þannig eru sterkir grindarbotnsvöðvar, sem konan á auðvelt með að hvíla og slaka, mikilvægur þáttur í eðlilegu fæðingarferli.

Aðrar áhugaverðar niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að sá hópur kvenna, sem ekki voru þungaðar, áttu eftir meðferð hjá kírópraktor, auðveldar með að spenna grindarbotnsvöðvana, upp að því marki sem aðeins sést hjá afreksfólki í íþróttum. Höfundar rannsóknarinnar voru ekki síður spenntir yfir þessum niðurstöðum og sögðu tilefni til frekari rannsókna á þessu tiltekna viðfangsefni. Sterkari grindarbotnsvöðvar sem konur hafa meiri stjórn á en ella geta bætt heilsu þeirra til muna og komið í veg fyrir hina ýmsu heilsufarslegu kvilla sem gjarnan fylgja þessu svæði líkamans.

Fyrir barnshafandi konur getur kírópraktík gefðið aukna stjórnun á eigin grindarbotns vöðvum, sem gæti gert eðlilega fæðingu auðveldari. Höfundar rannsóknarinnar segja að á þessari stundu sé einungis hægt að geta sér til um hvort kírópraktík á meðgöngu geti dregið úr inngripum í fæðingunni sjálfri, sem og aukið heilsu og heilbrigði barns og móður. Aftur á móti segja þeir niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að kírópraktík sé án alls efa gagnleg barnshafandi konum