Svona virkar kírópraktík sem verkjameðferð

chiropractic-care-pa.jpg

Þrálátir verkir og eymsli í líkamanum geta haft mikil áhrif á líðan okkar dags daglega og því miður er stór hópur fólks í samfélaginu að kljást við verki og óþægindi í líkamanum á degi hverjum. Leiðirnar til þess að takast á við slíka verki eru margar og flestir reyna allskonar ráð og leiðbeiningar til þess að ná bata og fyrri styrk. Ein þessara leiða er kírópraktík.

 

Hvað er kírópraktík

Kírópraktík er ákveðið kerfi, þ.e. nálgun, sem lítur á alla hluta líkamans sem eina heild, með sérstaka áherslu á hrygginn og þar með gervallt taugakerfi líkamans. Ferlið felur meðal annars í sér greiningu á heilsu viðkomandi einstaklings. Sú greining felur í sér viðtal og skoðun þar sem mælingar á taugakerfi, mat á líkamsstöðu og jafnvel röntgenmyndir, ef þess þarf, gefa viðkomandi kírópraktor betri innsýn inn í stoðkerfið og hvað sé að valda umræddum verkjum í líkamanum. Í kjölfarið hefst meðferð hjá kírópraktor sem getur haft í för með sér leiðréttingu á hryggsúlu og líkamsstöðu, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Þar að auki er lífsstíll viðkomandi skoðaður og farið í saumana á orsakasamhenginu sem leiddi til þess ástands sem viðkomandi er í. Út frá því er hægt að vinna að langtíma lausn með kírópraktískri nálgun.

 

Kírópraktík sem verkjameðferð

Nýleg rannsókn, sem unnin var af Yale School of Medicine við Yale háskólann í Bandaríkjunum, sýndi fram á það að skjólstæðingar sem leita til kírópraktors við verkjum og eymslum í líkamanum draga úr líkum sínum á því að taka inn ópíóðaskyld verkjalyf um 49 prósentustig, samanborið við þá sem ekki hafa leitað sér aðstoðar hjá kírópraktor. Með öðrum orðum, þeir sem leita til kírópraktors við verkjum í líkamanum eru töluvert minna líklegri til þess að þurfa á að halda sterkum og í mörgum tilvikum ávanabindandi verkjalyfjum. Rannsóknin náði til um 60.000 þátttakenda í Bandaríkjunum sem áttu það sameiginilegt að kljást við stoðkerfis- tengda verki og önnur tengd einkenni.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru á árlegum fundi American Academy of Pain Medicine (AAPM) fyrr á þessu ári, eru einkar áhugaverðar og ýta sannarlega undir þau rök að kírópraktísk nálgun getur hjálpað viðkomandi einstaklingum að lágmarka og jafnvel vinna bug á verkjum og eymslum í líkamanum.

Um 22 milljónir Bandaríkjamanna heimsækja kírópraktor á ári hverju og um 35% þeirra leita til kírópraktors vegna verkja í bakinu, samkvæmt WebMd. Það rímar vel við þá staðreynd að flestir tengja kírópraktík einungis við bakverki og fara ef til vill ekki til kírópraktors vegna annarra einkenna. Kírópraktík, hins vegar, eins og áður segir, kemur að gagni þegar um annarskonar verki, eymsli og veikindi er að ræða eða ef viðkomandi vill ráðleggingar og hjálp við að halda stoðkerfi sínu í sem bestu mögulegu standi fram eftir aldri.

Helstu verkja-einkenni sem kírópraktorar allra jafna fást við eru eftirfarandi:

Bakverkir, verkir í mjóbaki, krampar í fótleggjum, verkir í hnakka og hálsi, hausverkir, mígreni, verkir í liðum og liðamótum, verkir aftan í rassi, verkir í hnjám, verkir í öxlum, verkir í olnboga, verkir í mjöðmum, verkir sem leiða út í hendurnar, verkir sem skjótast frá rassi niður í lærin, vöðvakrampar, dofi í líkamanum sem og verkir og einkenni sem tengjast óeðlilegri líkamsstöðu.

Þessi einkenni geta orsakast fyrir fjölmargar ástæður en mikilvægt er að greiningin sé ítarleg til þess að tryggja rétta nálgun sem er til þess fallin að vinna bug á vandamálinu og tryggja góðan og varanlegan bata.

 

Svona gerum við á Kírópraktorstöðinni

Við hjá Kírópraktorstöðinni leggjum metnað okkar í að hjálpa þér að ná heilsumarkmiðum þínum. Með því að sameina hæfni og sérfræðikunnáttu sem nær yfir allt heilsulitrófið í kírópraktík, gerum við það mögulegt. Séfræðingar okkar hafa einlægan áhuga á vellíðan þinni og að koma þér til góðrar heilsu og betra lífs. Þeir kenna þér að nota grundvallarreglurnar í kírópraktík m.a. með heilsulínunni; leiðarvísi að bættum lífsgæðum.

Á Kírópraktorstöðinni finnur þú leiðir og stuðning til að bæta heilsu þína. Með því að vera í meðferð hjá kírópraktor eykur þú möguleika þína á heilbrigði, vellíðan og á því að vera í toppformi, andlega og líkamlega.