Skip to main content

Þegar öllu er á botninn hvolft: Líkaminn okkar er hannaður til hreyfingar! Mörg okkar eru hins vegar tilneydd til þess að sitja lengi í bíl á leið í vinnu eða sitja tímunum saman fyrir framan tölvuskjá í vinnunni eða á skólabekk. Þrátt fyrir alla þá kosti sem nútímasamfélagið hefur gefið okkur, þá hefur það líka leitt af sér þá þróun að fólk situr meira yfir daginn, samanborið við á öldum áður. Það sem er svo sláandi við þessa þróun er sú staðreynd að of mikil kyrrseta getur leitt af sér fjöldan allan af sjúkdómum og veikindum og ganga vísindamenn nú svo langt að líkja of mikilli kyrrsetu við reykingar. Þannig hefur kyrrseta orðið að einni mestu heilsufarsvá samtímans.

Hvers vegna skiptir þetta máli: Kyrrseta, tímunum saman dag hvern, hefur einkar slæm áhrif á stoðkerfi líkamans sem og mjóbakið þitt. Fjöldi smærri vöðva, sem hvíla djúpt í mjóbakinu og hafa með stöðugleika líkamans að gera, verða kyrrsetunni að bráð og rýrna. Hryggsúlan missir stöðugleikann sem hefur svo aftur áhrif niður í fótleggina sem stirna upp, dragast saman og verða stífir. Þetta ástand leiðir svo af sér auknar líkur á meiðslum, verkjum og stoðkerfavandamálum. Á þeim tímapunkti hættum við að geta hreyft okkur almennilega, sökum meiðsla og verkja, sem leiðir af sér vítahring sem erfitt er að losna út úr. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þú getur komist úr úr þessum vítahring með breyttum lífsstíl og kíróraktískri nálgun.

Til þess að setja þetta í samhengi:

·        Líkamar okkar eru hannaðir til hreyfingar

·        Of mikil kyrrseta er nú talin álíka hættuleg heilsu okkar eins og reykingar

·        Kyrrseta getur leitt af sér sjúkdóma og önnur veikindi en með reglulegri hreyfingu, breyttum lífsstíl og kírópraktískri nálgun getur þú komið í veg fyrir slíka heilsukvilla.

Næstu skref: Með tilliti til þeirra heilsufarslegu vandamála sem kyrrsetu fylgja ættir þú að nýta hvert tækifæri sem þú hefur til þess að halda þér á hreyfingu í gegnum daginn. Ef þú vinnur skrifstofuvinnu eru borð sem hægt er að standa við gulls ígildi. Auk þess er nauðsynlegt að taka nokkur hlé yfir daginn, helst á klukkustundar fresti hið minnsta, þar sem þú gengur um og teygir úr þér. Með þessu móti færð þú aukna orku og styður við mjóbakið og vöðvahópana þar í kring.

 

Þessi grein byggir á áður birtu efni:

Traditional and Emerging Lifestyle Risk Behaviors and All-Cause Mortality in Middle-Aged and Older Adults: Evidence from a Large Population-Based Australian Cohort. December 2015