fbpx Skip to main content

Sykurinn leynist víða enda nýtist hann vel fyrir matvælaframleiðendur til þess að bragðbæta vörurnar þeirra og jafnvel gera okkur háð þeim. Fjölmörg matvæli innihalda verulegt magn af viðbættum sykri, allt frá ávaxtasöfum fyrir börn yfir í morgunkorn, kex og brauðmeti.

Margir lifa annasömu lífi og treysta því oftar en ekki á skyndbita og annað nasl. Þar sem þessar matvörur innihalda gjarnan mikið magn af viðbættum sykri er auðveldlega hægt að fara fram úr ráðlögðum dagsskammti af viðbættum sykri.

Samkvæmt bandarísku hjarta samtökunum (American Heart Association), ættu karlmenn aðeins að borða að hámarki 37 grömm af viðbættum sykri á dag á meðan konur ættu að borða um 25 grömm af viðbættum sykri á dag.

En hvers vegna megum við ekki fara langt yfir þessi viðmiðunarmörk?

Svarið er einfalt, of mikill viðbættur sykur getur valdið okkur ýmsum heilsukvillum og öðrum lífsstílstengdum sjúkdómum.

Hér fyrir neðan má finna 8 góðar ástæður fyrir því að borða ekki of mikinn viðbættan sykur:

Sykur getur valdið þyngdaraukningu

Vandamál tengd offitu og ofþyngd hefur farið fjölgandi ár frá ári undanfarna áratugi og telja margir að þar spili viðbættur sykur stórt hlutverk. Gosdrykkir og safar ýmiskonar eru stútfullir af frúktósa, þ.e. einföldum sykrum en frúktósi getur kallað áfram aukna hungurtilfinningu og aukið matarlyst þína til muna sem allra jafna leiðir til þess að þú borðar meira en þú þarft. Þar að auki getur mikil neysla frúktósa leitt til viðnáms gegn hormóninu leptin sem stjórnar hungurtilfinningum og segir líkama þínum að hætta að borða. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem drekka mikið af sykruðum drykkjum eru mun líklegri til þess að vera í ofþyngd samanborið við fólk sem drekkur lítið sem ekkert af slíkum drykkjum.

Getur aukið hættuna á hjartasjúkdómum

Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval sem inniheldur mikinn sykur getur aukið hættuna á mörgum sjúkdómum, til dæmis hjartasjúkdómum. Niðurstöður rannsókna hafa gefið til kynna að sykur getur leitt til offitu, valdið bólgum í líkamanum, of háum blóðþrýsing og þar fram eftir götunum. Þá hafa sykraðir drykkir einkar slæm áhrif á kransæðar. Rannsókn sem náði til 30 þúsund þátttakenda leiddi í ljós að þeir sem fengu 17-21% sinna kaloría frá viðbættum sykri voru 38% líklegri til þess að deyja af völdum hjartasjúkdóma, samanborið við þá sem fengu einungis 8% sinna kaloría frá viðbættum sykri.

Sykur veldur bólum

Matarræði sem er ríkt af auðveldum kolvetnum og þar með talið sykruðum mat og drykkjum, hefur verið tengt við bólur og/eða fílapensla. Slíkt matarræði hækkar blóðsykurinn sem og insúlín stig líkamans sem aftur eykur andrógen og olíu framleiðslu og veldur bólgum í líkamanum, sem allra jafna eru forsenda slæmrar húðar og eykur líkur á bólum. Þessu til stuðnings má nefna rannsókn sem náði til 2.300 unglinga og sýndi fram á að þeir sem borðuðu mikið af auðveldum kolvetnum og sykri voru 30% líklegri til þess að fá unglingabólur.

Sykur eykur hættuna á sykursýki

Sykursýki í heiminum hefur nær tvöfaldast á síðustu 30 árum. Þó svo að það séu fjölmargar ástæður sem liggja að baki þessari þróun eru án efa tengsl milli vaxandi sykurneyslu og fjölda tilfella af sykursýki. Offita, sem gjarnan verður til vegna of mikillar sykurneyslu, er einn stærsti áhættuþáttur sykursýki. Þar að auki getur of mikil sykurneysla leitt af sér viðnám gagnvart insúlíni, þ.e. hormón sem líkaminn framleiðir til þess að koma jafnvægi á blóðsykurinn. Þegar ójafnvægið myndast og blóðsykurinn hækkar eykst hættan á sykursýki og einkennum þess.

Getur aukið hættuna á krabbameini

Það að borða of mikið magn af sykri getur aukið hættuna á krabbameini. Rannsókn sem náði til 430 þúsund manns sýndi tengsl milli þess að borða of mikinn sykur og nokkurra tegunda krabbameins, svo sem krabbameins í vélinda, brjósthimnu og smáþörmum. Þau áhrif sem sykur hefur á hjarta- og æðakerfi, þarmana, ofþyngd, insúlín næmi o.fl. getur leitt til þess að krabbamein myndast í líkamanum. Þess ber þó að geta að rannsóknir sem skoða tengsl milli sykurs og krabbameins eru yfirstandandi og munu eflaust varpa betra ljósi á þetta tiltekna vandamál þegar fram í sækir.

Getur aukið hættuna á þunglyndi

Á meðan að heilbrigt matarræði getur hjálpað þér að halda geðheilsunni í lagi getur matarræði sem inniheldur mikið magn sykurs og auðveld kolvetni aukið líkurnar á vanlíðan og jafnvel þunglyndi. Þannig hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli þunglyndis og mikillar neyslu matvæla sem innihalda mikinn sykur, s.s. sælgæti, sætabrauð og gosdrykkir. Sem dæmi má nefna rannsókn sem náði til 69 þúsund kvenna og sýndi fram á að þær konur sem borðuðu hvað mest af viðbættum sykri voru líklegri til þess að þjást af þunglyndi, samanborið við þær sem borðuðu hvað minnst af viðbættum sykri.

Sykur tekur frá þér orku

Matvæli sem eru rík af viðbættum sykri hleypa blóðsykrinum hratt upp sem og insúlíninu, sem leiðir af sér aukna orku. Hins vegar, verður þessi orka ansi skammvinn og endar allra jafna í blóðsykursfalli sem lýsir sér í algjöru orkuleysi. Slíkar sveiflur til lengdar geta haft skaðleg áhrif á heilsuna og valda gríðarlegu orkutapi.

Húðin eldist hraðar

Hrukkur eru eðlilegur partur þess að eldast. Þær myndast með tímanum, óháð heilsu þinni. Hins vegar getur slæmt matarræði hraðað þróuninni töluvert og matarræði sem er stútfullt af sykruðum sætindum mun skila þér hrukkum og almennt slæmri húð, hratt og örugglega.

Þessi grein byggir á áður útgefnu efni á vef Healthline

This site is registered on wpml.org as a development site.