Skip to main content

Flest höfum við upplifað svefnleysi á einhverjum tímapunkti í lífi okkar. Álag í vinnu, verkir og eymsli, foreldrahlutverkið, persónuleg vandamál, matarræði, lífsstíll og fjöldi annarra þátta geta haft áhrif á hversu mikinn svefn við fáum, sem og hversu góðan svefn við fáum.

Áhrif svefnleysis á einstaklinga geta verið mismikil og misalvarleg en flestir ættu að kannast við eftirfarandi 9 einkenni sem geta bent til þess að svefninn sé af skornum skammti.

  • Húðvandamál
  • Þrútin og bólgin augu
  • Aukakílóin gera vart við sig
  • Löngun í ruslfæði eykst
  • Þú drekkur meira kaffi
  • Auknar skapsveiflur
  • Þunglyndi
  • Skert einbeiting og minni
  • Erfiðir morgnar

Þegar kemur að svefni er mikilvægt að fá 7-9 klukkustundir af samfelldum svefn á sólarhring. Hægt er að beita ýmsum leiðum til þess að auka líkurnar á því að þú fáir nægan svefn.

Sem dæmi getur verið gott að halda skipulagi og fara að sofa á ákveðnum tímum dags sem og vakna á ákveðnum tímum dags. Hafa svefnherbergið sæmilega kalt, dimmt og hljótt. Gæta þess að slökkt sé á ýmsum tækjum og tólum og best er að halda þeim fjarri svefnherberginu. Þá er nauðsynlegt að fá næga hreyfingu sem fær hjartað til að slá hraðar en hreyfing hjálpar þér að ná betri djúpsvefni.

Þegar öllur er á botninn hvolft er nauðsynlegt að þú reynir eftir fremsta megni að tryggja nægan svefn þar sem svefninn bæði nærir líkama, huga og tryggir undirstöður heilbrigðs lífernis.