fbpx Skip to main content

Þeim einstaklingum sem óska eftir upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga um sig á grundvelli laga nr. 90/2018, gefst kostur á að leita til afgreiðslu félagsins, Sogavegi 69, 108 Reykjavík, símanúmer: 588-8085. Þar má nálgast eyðublöð með beiðni um veitingu upplýsinga um vinnsluna. Gerð er krafa um að viðkomandi einstaklingur sýni fullgild persónuskilríki með mynd um leið og upplýsingabeiðni er skilað, til að tryggja örugga auðkenningu.

Ekki er tekið við beiðnum um upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga í gegnum síma eða með tölvupósti, því slíkir samskiptamiðlar uppfylla ekki persónuverndarkröfur. Einstaklingar eru hvattir til þess að senda aldrei viðkvæmar persónuupplýsingar um sig með tölvupósti.

Pósthólf persónuverndarfulltrúa er: personuvernd@kiro.is.

1. Inngangur

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til einstaklings. Öll vinnsla félagsins á persónuupplýsingum fer fram í samræmi við lög um persónuvernd nr. 90/2018 og almennu persónuverndarreglugerðina ESB/2016/679. Vinnsla með persónuupplýsingar sem flokkast sem heilbrigðisupplýsingar er um margt frábrugðin annars konar vinnslu persónuupplýsinga, m.a. hvað varðar hagsmuni hinna skráðu. Af þeim sökum er að finna mörg sérákvæði um slíka vinnslu í persónuverndarlögum sem taka mark af hinu sérstaka eðli vinnslunnar. Persónuverndarstefna félagsins tekur mið af þessari sérstöðu. Í henni er að finna lýsingu á því hvaða persónuupplýsingum félagið safnar og vinnur með, hvers vegna, hve lengi megi ætla að upplýsingarnar verði geymdar og með hvaða hætti sé gætt að öryggi þeirra.
 

2. Tegundir persónuupplýsinga sem unnið er með

Félagið notast við gögn sem veitt eru af viðskiptavinum í þjónustu við þá. Um er að ræða bæði persónuupplýsingar og viðkvæmar persónuupplýsingar þ.m.t. heilbrigðisupplýsingar sem skv. lögum skal vinna með sérstakri varúð.

Á félaginu hvílir einnig lagaskylda sem almennt hvílir á öllum íslenskum rekstraraðilum sem vinna ákveðin persónugreinanleg gögn, t.d. vegna starfsmannahalds og ákvæða bókhalds- og skattalaga. Þá geta persónuupplýsingar mögulega verið nýttar til að veita þátttakendum sérstakar upplýsingar sem þeir óska eftir ef þær teljast áreiðanlegar og hægt er að vinna þær án óhóflegs kostnaðar og fyrirhafnar. 

3. Tilgangur og heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga

Tilgangur félagsins og heimild til vinnslu persónuupplýsinga er sótt í 5. og 6. gr. pvrg. Ef upplýsinga er aflað frá öðrum en viðkomandi einstaklingum sjálfum er það gert í samræmi við heimildir laga. Félagið notar persónuupplýsingar um viðskiptavini eingöngu í þeim tilgangi sem viðskiptavinir voru upplýstir um við söfnun þeirra. Ef félagið telur sig þurfa að nota upplýsingarnar í öðrum og óskyldum tilgangi þá verða viðskiptavinir upplýstir um það og á hvaða lagagrundvelli félagið telur slíka notkun heimila.

4. Hversu lengi geymum við gögnin? 

Almennar upplýsingar um viðskiptavini eru varðveittar í 1 ár frá lokum viðskipta nema ef um er að ræða upplýsingar sem falla undir lög eða reglugerðir um sjúkraskrár. Sé um að ræða upplýsingar sem falla undir bókhaldslög eru þær varðveittar í 7 ár frá lokum viðkomandi reikningsárs.

5. Rafræn vöktun

Í öryggis- og eignavörsluskyni og á grundvelli lögmætra hagsmuna er notast við myndavélaeftirlit í húsnæði félagsins. Um heimildina má lesa í 14. gr. pvl. Vakin er athygli á notkun öryggismyndavéla með þar til gerðum merkjum. Upplýsingar sem safnast með rafrænni vöktun eru ekki varðveittar lengur en í 90 daga.

6. Hvert er persónuupplýsingum miðlað? 

Félagið miðlar ekki persónuupplýsingum eða persónugreinanlegum gögnum til annarra aðila nema með samþykki hins skráða eða með sérstakri heimild í h-lið, 2. mgr. 9. gr. pvrg. Þó getur komið til þess að takmörkuðum en nauðsynlegum persónuupplýsingum sé miðlað til innheimtuaðila vegna innheimtu skulda. Hluti þeirra gagna sem unnið er með eru hýstar í skýjaþjónustu utan EU með samþykki hins skráða.

7. Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga? 

Félagið leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar með sértöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. Dæmi um öryggisráðstafanir sem notast er við eru aðgangsstýringar í kerfum félagsins.

8. Réttur einstaklinga

Einstaklingur á rétt á að að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar eru unnar um hann innan þeirra marka og með þeim takmörkunum sem persónuverndarlög tilgreina, auk þess sem persónuverndarlög veita skráðum einstaklingum margháttuð réttindi sem varða meðferð á persónuupplýsingum um þá. Einnig eiga þátttakendur sem veitt hafa upplýst samþykki rétt á að draga til baka samþykki hvenær sem er og án sérstakra skýringa og verður þá persónuupplýsingum um þá eytt. Þá hefur einstaklingur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar ef þeir telja að ekki hafi verið fylgt ákvæðum persónuverndarlaga um meðferð á persónuupplýsingum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Persónuverndar, personuvernd.is.

9. Hvernig uppfærum við eða breytum persónuverndarstefnunni? 

Félagið getur breytt þessari persónuverndarstefnu og bætt við hana hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Slíkar breytingar kunna t.d. að vera gerðar til að samræma persónuverndarstefnuna við gildandi lög og reglur er varða persónuvernd hverju sinni. Allar breytingar á stefnunni verða birtar á vefsíðunni: kiro.is.

Persónuverndarstefna þessi tók gildi 14. janúar 2020 og var síðast breytt 28. mars 2022.

This site is registered on wpml.org as a development site.