fbpx Skip to main content

Þegar kemur að meðgöngu kvenna geta allar þær breytingar sem verða á líkamanum haft mikil áhrif á heilsu og líðan þeirra. Einn vöðvahópur líkamans sem sérstaklega verður fyrir áhrifum af meðgöngunni er grindarbotninn. Á síðastliðnum áratugum hefur umfjöllun um þetta tiltekna málefni verið vinsæl og hafa konur, sem bera barn undir belti, allra jafna verið hvattar til þess að huga vel að grindarbotns vöðvunum.

Nýleg rannsókn sem framkvæmd var af Australian Spinal Research Foundation sýndi fram á að heimsókn til kírópraktors getur hjálpað ófrískum konum að slaka á grindarbotnsvöðvunum sem bæði hjálpar þeim meðan á meðgöngu stendur sem og í fæðingunni sjálfri. Í rannsókninni var þátttakendum skipt í tvo hópa, annars vegar þungaðar konur og hins vegar konur sem ekki áttu von á barni. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að þegar konurnar sem báru barn undir belti höfðu verið meðhöndlaðar af kíópraktor, sem hafði það að markmiði að leiðrétta og aðlaga líkamsstöðu þeirra, áttu þær auðveldar með að slaka á grindarbotns vöðvunum.

Grindarbotns vöðvarnir hafa mikilvægu hlutverki að gegna meðan á meðgöngu kvenna stendur sem og í fæðingunni sjálfri. Veikir, spenntir og laskaðir grindarbotnsvöðvar sem verða fyrir miklu álagi í langan tíma, til dæmis á meðgöngu, geta leitt til heilsufarslegra vandamála fyrir viðkomandi konur. Þannig geta of spenntir eða of slakir grindarbotnsvöðvar leitt til þess að legið, þvagblaðran, þvagrásin og önnur tengd líffæri skorðast og færast til úr sinni náttúrulegu stöðu. Þessu getur fylgt miklir verkir sem og líkamleg og andleg vanlíðan.

Fyrir konur í hríðum er mikilvægt að grindarbotnsvöðvarnir geri barninu kleift að hreyfa sig með eðlilegum hætti niður eftir fæðingarveginum. Ef konan nær ekki að slaka á þessum vöðvahópum þegar barnið fikrar sig neðar, mun hún verða þreyttari mun fyrr og gæti þurft á auknu inngripi að halda. Þannig eru sterkir grindarbotnsvöðvar, sem konan á auðvelt með að hvíla og slaka, mikilvægur þáttur í eðlilegu fæðingarferli.

Aðrar áhugaverðar niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að sá hópur kvenna, sem ekki voru þungaðar, áttu eftir meðferð hjá kírópraktor, auðveldar með að spenna grindarbotnsvöðvana, upp að því marki sem aðeins sést hjá afreksfólki í íþróttum. Höfundar rannsóknarinnar voru ekki síður spenntir yfir þessum niðurstöðum og sögðu tilefni til frekari rannsókna á þessu tiltekna viðfangsefni. Sterkari grindarbotnsvöðvar sem konur hafa meiri stjórn á en ella geta bætt heilsu þeirra til muna og komið í veg fyrir hina ýmsu heilsufarslegu kvilla sem gjarnan fylgja þessu svæði líkamans.

Fyrir barnshafandi konur getur kírópraktík gefðið aukna stjórnun á eigin grindarbotns vöðvum, sem gæti gert eðlilega fæðingu auðveldari. Höfundar rannsóknarinnar segja að á þessari stundu sé einungis hægt að geta sér til um hvort kírópraktík á meðgöngu geti dregið úr inngripum í fæðingunni sjálfri, sem og aukið heilsu og heilbrigði barns og móður. Aftur á móti segja þeir niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að kírópraktík sé án alls efa gagnleg barnshafandi konum

This site is registered on wpml.org as a development site.