fbpx Skip to main content

Streita í hóflegu magni getur verið hverjum einstaklingi nauðsynleg en þegar of mikil streita myndast í lífi fólks getur það haft mjög slæmar afleiðingar, bæði líkamlega og andlega. Of mikil streita á sér ýmsar birtingarmyndir og fjöldi ástæðna getur legið að baki streitunnar. Helstu þættir sem mynda streitu í lífi fólks eru makamissir, skilnaður, dauðsföll, líkamlegir verkir, áhyggjur og óvissa, vandamál tengd vinnu og félagslífi, vandræði í samskiptum, kvíði og fleira.

Þegar streita í miklu magni lætur á sér kræla getur hún komið með mismunandi hætti, allt eftir magni sem og persónlegum þáttum. Væg streita getur, eins og áður segir, nýst okkur vel við hin ýmsu verkefni en of mikil streita getur haft veruleg áhrif á líkamlega heilsu okkar.

En hver eru þessi líkamlegu einkenni streitu og hvaða áhrif hafa þau á líðan okkar? Vefurinn WebMd tók saman fimm þætti sem rekja má til streitu og hafa neikvæð áhrif á líkama okkar.

  • Ýmsir verkir og stoðkerfavandamál, svo sem stirðir vöðvar og taugaspenna, verkur fyrir brjósti og hausverkur.
  • Breytingar á skapi og hegðun; reiði, skapsveiflur, ofát eða lítil matarlyst og félagsleg einangrun.
  • Veikara ónæmiskerfi; tíðari flensur og líkamanum reynist erfitt að kljást við veikindi.
  • Ýmis konar heilsufarsleg vandamál; ofþyngd, hjartasjúkdómar, hár blóðþrýstingur, sykursýki og geðsjúkdómar
  • Önnur líkamleg einkenni; þreyta og slen, minnkandi kynhvöt, sjóntruflanir og slæm húð.

 

Hvernig má varast of mikla streitu

Fáir fara í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum og flestir glíma við einhverskonar vandamál sem gætu leitt til streitu. Hvernig við tökumst á við streituna skiptir hins vegar höfuð máli og þá eru nokkrir þættir sem spila þar stórt hlutverk og geta hjálpað þér að takast betur á við þau vandamál og áföll sem upp koma í þínu lífi. Reyndu eftir fremsta megni að innleiða þessa þætti í þitt daglega líf:

  • Nægur svefn – algjörlega lífs nauðsynlegur
  • Slökun – iðkaðu hugleiðslu, farðu í jóga eða í göngutúr
  • Hreyfing – í hvaða formi sem er.
  • Hollt matarræði – getur gert gæfumuninn.
  • Leikur, gleði og áhugamál – finndu gleði í lífi þínu og ræktaðu áhugamálin og félagslífið.
  • Markmið – settu þér raunhæf markmið sem þú fylgir eftir.

 

Hvernig getur kírópraktík hjálpað gagnvart streitu?

Hryggsúlan okkar er nátengd taugakerfi líkamans, sem þýðir að ástand hryggsúlunnar getur haft bein áhrif á líðan okkar dag hvern, bæði líkamlega og andlega. Þegar hryggsúlan er í fullkomnu standi geta bæði tauga- og ónæmiskerfi líkamans starfað með eðlilegum hætti og þannig dregið úr streitumyndun í líkamanum. Með reglulegum heimsóknum til kírópraktors, þar sem ófullnægjandi staða hryggsúlunnar er leiðrétt, getur þú þannig hjálpað líkama þínum að berjast gegn streitu einkennum og kvíða. Þá getur kírópraktík hjálpað til við að leysa hin ýmsu stoðkerfavandamál og dregið úr verkjum sem allra jafna ýta undir streitu og almenna vanlíðan.

 

Hvað ber að gera ef streitan er orðin óbærileg

Leitaðu þér hjálpar sem fyrst. Sérfræðingar á ýmsum sviðum hafa ýmis ráð þegar kemur að streitu og mikilvægt er að tækla vandamálið fljótt og örugglega. Þannig færðu hjálp við að greina streituna, hvað veldur henni og hvernig hægt er að vinna bug á streitunni.

This site is registered on wpml.org as a development site.