fbpx Skip to main content

Starfsfólk Kírópraktorstöðvarinnar

Bergur Konráðsson

kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Palmer College of Chiropractic í Davenport, Iowa eftir 5 ára háskólanám. Hann starfaði að loknu námi í Illinois fylki og hefur starfað á Íslandi síðan 1995. Bergur er leiðandi kírópraktor á Íslandi og hefur verið í stjórn og meðlimur Kírópraktorfélagsins frá upphafi. Bergur hefur mikinn áhuga á því að efla kírópraktík á Íslandi og hefur meðal annars flutt inn erlenda fyrirlesara og aðstoðað íslenska nemendur að komast í kírópraktíknám erlendis. Bergur sækir reglulega endurmenntun í kírópraktík erlendis. Árið 2010 fór Bergur í sjálfboðavinnu sem kírópraktor til Haítí og ári seinna fór hann til New Orleans með samtökunum Habitat for Humanity til endurbyggingar á húsnæði.

Ingólfur Ingólfsson

kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic árið 2006 frá Palmer College of Chiropractic í Davenport, Iowa. Ingólfur kynntist kírópraktískum lífsstíl í gegnum erfið bakmeiðsli sem höfðu veruleg áhrif á hann sem unglingalandsliðsmann í badminton. Eftir meðhöndlun hjá Bergi ákvað Ingólfur að verða kírópraktor. „Flest mín meiðsli voru afskrifuð sem vaxtaverkir. Hjá Bergi snerist meðferðin ekki aðallega um verkina sjálfa heldur frekar um orsökina fyrir þeim.“
Ingólfur ákvað að gerast kírópraktor til að fleiri geti fengið að kynnast því hversu öflugur og góður lífsstíll kírópraktík er.

Þuríður (Rúrý) Guðmundsdóttir

kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgía. Rúrý starfaði í afgreiðslunni hjá Bergi frá 2006-2011 eða í 5 ár og fékk að kynnast kírópraktík á þeim tíma. Rúrý stundaði fimleika með Gerplu í 15 ár og eftir að hún prófaði að fá meðhöndlun hjá Bergi þá breyttist líf hennar og allir bakverkir sem höfðu hrjáð hana í mörg ár hurfu á nokkrum mánuðum. Hún fékk mikinn áhuga að hjálpa öðru fólki á þennan hátt og hóf nám haustið 2011. Rúrý hefur mikinn áhuga að hjálpa börnum með stoðkerfisvandamál og hefur hún farið þrisvar í sjálfboðavinnu til Haítí þar sem hún meðhöndlaði og hjálpaði fjölda barna. Einnig hefur Rúrý sérhæft sig í Graston Technique sem er tækni ætluð til að losa upp spennu milli húðar og vöðva og samgróninga í himnum þar á milli.

Rannver Sigurjónsson

kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgíu. Rannver var á árum áður unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu og varð Íslandsmeistari árið 2010 með Breiðablik. Árið 2011 byrjaði Rannver í Crossfit og fljótlega varð hann þjálfari Crossfit Reykjavík og þjálfaði þar i rúm 4 ár við mjög góðan orðstýr. Rannver kynntist Bergi á Kírópraktorstöðinni þegar hann leitaði sér lausna við bak- og hálsverkjum, almennri vellíðan og ná betri árángri í Crossfit. Þar kviknaði áhuginn á að verða Kírópraktor þegar hann sá hvað kírópraktík hjálpaði sér mikið. Rannver er staðráðinn í því að hann vill hjálpa eins mörgum og hann getur með Kírópraktík.

Bjarki Pálsson

Kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgia. Bjarki stundaði bardagaíþróttir hjá Mjölni frá 15 ára aldri og hefur alfarið mikinn áhuga á allskyns útivist, hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Helstu áhugamál Bjarka eru golf, fjallahjól og snjóbretti. Bjarki kynntist Kírópraktík þegar hann leitaði til Bergs á Kírópraktorstöðinni vegna mjóbaksvandamáls. Eftir mjög góða reynslu af kírópraktík og úrlausna á hans vanda þá ákvað Bjarki að hann vildi einnig starfa sem kírópraktor og hjálpa öðru fólki að ná þeirra heilsumarkmiðum.

Helena Bergsdóttir

Kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgia. Helena hefur þekkt kírópraktík frá fæðingu þar sem faðir hennar, Bergur Konráðsson er brautryðjandi í kírópraktík á Íslandi. Eftir stúdentspróf starfaði Helena í afgreiðslunni sem aðstoðamaður kírópraktors í 2 ár áður en hún fór út í kírópraktík nám. Helena hefur mikinn áhuga á að hjálpa fjölskyldum með stoðkerfisvandamál að ná betri lífsgæðum. Helena hefur sótt allskyns fræðslur og námskeið erlendis í kírópraktík gegnum árin. Helstu áhugamál hennar eru útivist, líkamsrækt og ferðalög.

Lydia Kearney

Kírópraktor

Lydia útskrifaðist sem kírópraktor frá Anglo-European College of Chiropractic í Bournemouth, Englandi. Lydia ólst upp á Englandi og bjó þar allt þar til hún fluttist til Íslands í október árið 2022, en hingað á hún ættir að rekja.
Lydia hefur keppt í ýmsum íþróttum á háu stigi en má þar nefna rúgbí, íshokký og í seinni tíð CrossFit en þar liggur áhugi hennar einna helst, ásamt gífurlegum áhuga almennt á heilsu og líkamsrækt.
Hún kemur til með að stýra æfingamiðstöð Kírópraktorstöðvarinnar þar sem hún getur samþætt kírópraktíska nálgun sína og sérfræðikunnáttu í þjálfun, hreyfifærni og líkamsrækt, allt til þess að bæta líðan og heilsu skjólstæðinga sinna. Lydia notar ýmsar aðferðir í meðferðum sínum, þar á meðal Graston aðferðafræðina og mjúkvefslosun.
Þegar Lydia er ekki að starfa sem kírópraktor eða þjálfa CrossFit, þá nýtur hún þess að skoða Ísland og ganga á fjöll.

Emelía Dögg Sigmarsdóttir

nuddari / emelia@kiro.is

Emelía Dögg er fædd á Húsavík en uppalin á Akureyri þar sem hún útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri. Eftir menntaskóla bjó hún í 3 ár erlendis sem au-pair í Þýskalandi, Danmörku og Qatar. Hún er útskrifuð úr Heilsunuddskóla Íslands árið 2015 og starfar hér á Kírópraktorstöðinni sem nuddari. Emelía útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri í febrúar árið 2022. Hennar helstu áhugamál eru hreyfing, þá helst handbolti, líkamsrækt og útivera, fjölskylda og vinir. Jákvæðni og glaðlyndi einkennir hana.

Inga Lóa Bjarnadóttir

aðstoðarmaður kírópraktors

Útskrifaðist sem aðstoðarmaður kírópraktors frá Palmer College of Chiropractic. Inga Lóa og Bergur stofnuðu Kírópraktorstöðina 1995 þegar þau höfðu lokið námi í Bandaríkjunum. Inga Lóa hefur mjög mikinn áhuga á að innleiða kírópraktískan lífsstíl á Íslandi og vinnur mikla þróunarvinnu því tengdu.

Íris Una Ingimarsdóttir

starfsmanna-/skrifstofustjóri / iris@kiro.is

Íris Una er uppalin á Seltjarnarnesinu en hún lauk stúdentsprófi úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla af málabraut. Hún hefur starfað á Kírópraktorstöðinni frá árinu 2012. Íris Una lauk Dale Carnegie námskeiði árið 2018 og námskeiði í Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni frá Háskólanum í Reykjavík 2019. Hennar helstu áhugamál er hreyfing, fjölskyldan og vinir. Þjónustulyndi, vinnusemi og gleði er það sem einkennir hana helst.

Sóley Björg Jóhannsdóttir

móttökuritari

Sóley er fædd og uppalin í Kópavoginum og er stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Sóley lauk Dale Carnegie námskeiði árið 2018 og hefur síðan þá tekið þátt sem aðstoðarþjálfari á nokkrum Dale Carnegie námskeiðum. Sóley lauk námi í heilsumarkþjálfun frá Institute for Integrative Nutrition árið 2020. Hennar helstu áhugamál eru hreyfing, heilsa og ferðalög. Góð þjónustulund og jákvæðni einkennir hana.

Alísa Rún Andrésdóttir

móttökuritari

Alísa Rún er fædd og uppalin í Keflavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Alísa stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hennar helstu áhugamál eru fjölskyldan, almenn heilsa og að ferðast. Það sem einkennir hana er umhyggjusemi, einlægni og jákvæðni.

Sigríður Diljá Blöndal

móttökuritari

Sigríður Diljá er fædd í Reykjavík og ólst þar upp að mestu fyrir utan þrjú ár í Kaupmannahöfn. Diljá, eins og hún er oftast kölluð, útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2014 og leikskólaliði árið 2016. Hennar helstu áhugamál eru fjölskyldustundir, góður félagsskapur, hreyfing eins og Padel og nýjar upplifanir. Það sem einkennir Diljá er umhyggjusemi, jákvæðni og góð þjónustulund.

Andri Marteinsson

yfirumsjón móttöku

Andri er fæddur og uppalinn á Stokkseyri og er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hann lauk BA. gráðu í Stjórnmálafræði árið 2018 frá Háskóla Íslands ásamt því að ljúka viðbótadiplómu í Fjölmiðla- og boðskiptafræði árið 2020. Andri hefur æft fótbolta frá unga aldri og eru íþróttir hans aðal áhugamál ásamt stjórnmálum og atburðum líðandi stundar. Einkennandi fyrir Andra er þjónustulund og vinnusemi.
This site is registered on wpml.org as a development site.