
Hryggjarsúlan er einn allra mikilvægasti þáttur mannslíkamans og gegnir hún hinum ýmsu hlutverkum í daglegri starfsemi, svo sem að vernda mænuna okkar og taugarætur. Hryggjarsúlan heldur okkur einnig uppréttum og í jafnvægi. Hún er sterk og stöðug en á sama tíma er hún sveigjanleg. Hér ætlum við að kynna til leiks fimm góðar leiðir til þess að halda hryggnum okkar heilbrigðum í daglegu lífi því hann á skilið að láta hugsa vel um sig. Greinin er byggð á áður birtu efni frá Spine Health.
Leyfðu hryggnum að hvílast meðan sofið er
Loksins þegar við leggjumst til hvílu á kvöldin fær hryggurinn, musterið sem ber okkur allan daginn, tíma til þess að hvíla sig vel. Því er mikilvægt að hann fái sem mesta hvíld til þess að slaka á og endurnærast í þennan stutta tíma yfir nóttina.
Það eru margir þættir sem geta haft áhrif á það hversu vel við náum að hvílast á nóttunni. Til að byrja með er nauðsynlegt að hafa viðeigandi dýnu og kodda sem henta þínum líkama. Hægt er að fá ráð hjá fagaðilum um hvað henti hverjum best. Einnig er mikilvægt að svefninn okkar sé í rútínu, við sleppum því að skoða símann rétt fyrir svefninn, herbergið sé tiltölulega kalt og dimmt og fleira. Við mælum einnig með því að komast hjá því að sofa á maganum. Ef sofið er á baki þá getur verið gott að hafa púða undir hálsi og öxlum til að halda hryggnum í eins eðlilegri stöðu og hægt er. Sama má segja ef sofið er á hlið, þá er gott að hafa púða á milli lappanna svo lappir séu í beinni stöðu frá mjöðm að ökklum. Þá mælum við einnig með, ef sofið er á hlið, að hafa púða undir hálsi og jafnvel einn til þess að hafa í faðminum. Allt er þetta gert til að halda hryggjarsúlunni í sem eðlilegustu stöðu svo hún nái góðri slökun yfir nóttina.
Styrking á kvið- og bakvöðvum
Mikilvægt er að hafa góðan styrk í kvið og bakvöðvum sem styðja við hryggjarsúluna í daglegum athöfnum. Því miður erum við flest ekki nógu dugleg að styrkja þessa vöðva sem einmitt eru okkur svo mikilvægir fyrir líkamsstöðu og hryggjarsúlu. Allir hafa gott af hefðbundnum kvið- og bakæfingum en við mælum einnig með að tala við viðeigandi meðferðaraðila, kírópraktor, sjúkraþjálfara eða lækni sem dæmi fyrir nákvæmar ráðleggingar um viðeigandi æfingar á kvið- og bakvöðvum. Hér má finna góðar æfingar fyrir kjarnavöðvana sem henta mörgum og er hægt að útfæra á margan hátt.
Skór sem styðja við hrygginn
Hvort sem um ræðir skó sem verið er að nota í langar göngur og hlaup eða einungis til þess að komast stuttar vegalengdir, þá er mikilvægt að skóbúnaður sé góður og styður við mjóbak og hryggjarsúlu almennt. Góður skóbúnaður getur veitt stuðning sem hjálpar líkamanum og hryggjarsúlunni að fúnkera vel saman. Eins og með annað þá er hægt að fá ráðleggingar hjá fagaðilum um hvaða skóbúnaður hentar hverjum og einum.
Ávinningur þess að fara í nudd
Líkt og við höfum áður fjallað um, þá eru margar ástæður þess að gott er að fara reglulega í nudd. Nudd getur meðal annars aukið blóðflæði líkamans, losað um stífa vöðva og vefi, aukið vellíðan og fleira. Allt hafa þessir þættir góð áhrif á hryggjarsúluna okkar. Á Kírópraktorstöðinni erum við með starfandi nuddara, Emelíu Dögg, sem tekur að sér 20 mínútna partanudd.
Takmarka setutíma – þegar setið er, þá sitja rétt
Að sitja mikið og lengi í einu getur haft slæm áhrif á bakið. Þar að auki er það tilhneiging okkar þegar við sitjum, til dæmis við tölvu eða í síma, að halla höfði okkar fram í óeðlilega stöðu. Við það leggjum við meira álag á hryggjarsúluna okkar en eðlilegt er. Auðvitað eru aðrir þættir sem spila þar inn í, eins og að velja góðan skrifstofustól, æfa góða líkamsstöðu við setu og fleira. Aðalatriðið er að við erum meðvituð um líkamsbeitingu okkar þegar við sitjum og auðvitað að reyna að takmarka setutíma okkar eins mikið og hægt er til dæmis með hækkandi skrifborði, standa upp á hverjum klukkutíma, vera á ferðinni þegar talað er í símann og fleira. Hryggjarsúlan okkar þrífst best þegar hún fær hreyfingu.
Eitt sterkt vopn til þess að viðhalda heilbrigðri hryggjarsúlu daglega er að lifa heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigður lífsstíll felur margt í sér, meðal annars að borða fjölbreytt úrval af hollum mat, stunda daglega hreyfingu, viðhalda reglulegum svefni, forðast beinar- og óbeinar reykingar og svo framvegis. Með því að gefa líkama okkar þá hreyfingu og næringu sem hann þarf til að dafna erum við sjálfkrafa að varðveita heilsu hryggjarsúlunnar okkar til þess að takast á við dagleg verkefni.
Kírópraktík og hryggjarsúlan
Þegar öllu er á botnin hvolft eru margir þættir í okkar daglega lífi sem hafa áhrif á okkar hryggjarsúlu. Í grunninn er mikilvægast að við berum virðingu fyrir henni og erum meðvituð um okkar hryggjasúlu og öllum þeim mikilvægu hlutverkum sem hún gegnir. Kírópraktísk nálgun getur aðstoðað við viðhald á hryggjarsúlu. Nákvæmar mælingar kírópraktors á hryggjarsúlunni hjálpa til við að ákvarða hvaða meðferðaráætlun sé viðeigandi fyrir hvern og einn.