fbpx Skip to main content

Þrálátir verkir og eymsli í líkamanum geta haft mikil áhrif á líðan okkar dags daglega og því miður er stór hópur fólks í samfélaginu að kljást við verki og óþægindi í líkamanum á degi hverjum. Oft á tíðum hikar fólk við að leita sér hjálpar vegna verkja og verkirnir fyrir vikið versna til muna eða a.m.k. viðhaldast.

Gott er hins vegar að hafa í huga að þó svo að langt sé um liðið, og fólk jafnvel orðið samdauna verkjunum, er aldrei of seint að bregðast við og leita leiða til þess að finna orsök verkjanna og leiðrétta það sem þarfnast athygli í líkama okkar. Umræddar leiðir geta verið ólíkar og leiðbeiningar sérfræðinga eftir því, þegar leitast er við að ná bata og fyrri styrk. Ein þessara leiða er kírópraktík sem spannar allt heilsulitrófið og gagnast einkar vel sem fyrirbyggjandi meðferð við hinum ýmsu verkjum.

En hvaða verki erum við að tala um?

Bakverkir, verkir í mjóbaki, krampar í fótleggjum, hausverkur og verkir í hnakka og hálsi eru meðal algengra einkenna sem fólk finnur fyrir. Þar að auki má nefna mígreni, verki í liðum og liðamótum, í rassi, í hnjám, í öxlum, í olnboga, í mjöðmum og útlimum.

Einkenni sem þessi geta átt sér margar ólíkar ástæður. Því er mikilvægt að greiningin sé ítarleg til þess að tryggja að rétt meðhöndlun sé valin til að vinna bug á vandamálinu. Með þessu móti er auðveldara að tryggja góðan bata.

Bakverkir – algengur fylgikvilli í nútíma samfélagi

Af listanum hér að ofan eru bakverkir því miður mjög algengir meðal fólks og oft geta bakverkir og önnur vandamál tengd hryggjarsúlunni, jafnvel verið orsök annarra verkja, svo sem verkja í útlimum og í höfði. Margir upplifa gjarnan verki í mjóbaki og vegna hinna fjölmörgu tauga sem liggja í gegnum mjóbakið til allra svæða líkamans getur skekkja eða meiðsl í mjóbakinu leitt til fjölmargra annarra meiðsla og vandamála í líkamanum, til dæmis í fótleggjum, mjöðmum, liðum o.fl. Orsakir mjóbaksverkja geta sem dæmi verið lífsstíll, mataræði, almennt heilsufarlegt ásigkomulagi, röng líkamsbeiting við vinnu, æfingar eða önnur dagleg verkefni.

Höfuðverkur – þrálátir verkir sem draga sannarlega úr lífsgæðum okkar

Höfuðverkir geta orsakast út frá mörgum ástæðum. Til dæmis vegna streitu, mataræðis, umhverfisins í kringum okkur, skorti á svefni, koffín inntöku, lyfjum, bólgum, áreynslu og fleiru. Þá geta aðliggjandi vöðvar, í hálsi, herðum, kjálka- og kinnbeinum og skortur á eðlilegu flæði í hryggjarsúlunni, orsakað slíka verki. Einkenni slíkra verkja geta líst sér í þreytu og verkjum á mismunandi stöðum í höfðinu, andliti eða hálsi. Margir upplifa þrýsting, svima, sjóntruflanir, ógleði o.fl. sem beina afleiðingu af þess háttar verkjum.

Verkur í mjöðmum

Verkir í mjöðmum geta komið fyrir hvern sem er og eru þeir oftast ekki afleiðing af einhverju einu ákveðnu vandamáli. Uppruni sársaukans ræður oft því hversu mikill og lengi verkurinn verður og hver nákvæm staðsetning hans er. Verkir í mjöðm geta verið framan á mjöðm, á hliðinni eða jafnvel að aftan og þá niður og í kringum rasssvæðið.

Hvernig getur kírópraktík hjálpað við verkjum?

Hér á Kírópraktorstöðinni, sem dæmi, er farið í ítarlegt ferli við að greina og koma auga á orsök verkja. Sú greining felur í sér viðtal og skoðun þar sem mælingar á taugakerfi, mat á líkamsstöðu og jafnvel röntgenmyndir, ef þess þarf, gefa viðkomandi kírópraktor betri innsýn inn í stoðkerfið og hvað sé að valda umræddum verkjum í líkamanum.

Hreyfifærnipróf og mat á líkamsstöðu og stoðkerfi.

Hreyfifærnipróf og mat á líkamsstöðu og stoðkerfi.


Mælingar úr skanna - mælingar á taugakerfi o.fl.

Mælingar úr skanna – mælingar á taugakerfi o.fl.


Dæmi um líkamsstöðupróf sem framkvæmt er við fyrstu heimsókn til kírópraktors á Kírópraktorstöðinni.

Dæmi um líkamsstöðupróf sem framkvæmt er við fyrstu heimsókn til kírópraktors á Kírópraktorstöðinni.


Í kjölfarið hefst meðferð hjá kírópraktor sem getur haft í för með sér leiðréttingu á hryggsúlu og líkamsstöðu, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Þar að auki er lífsstíll viðkomandi skoðaður og farið í saumana á orsakasamhenginu sem leiddi til þess ástands sem viðkomandi er í. Út frá því er hægt að vinna að langtíma lausn með kírópraktískri nálgun.

Næstu skref

Við á Kírópraktorstöðinni trúum því statt og stöðugt að verkir séu óeðlilegt ástand í líkamanum. Verkir segja okkur til um að eitthvað sé að sem krefst athygli okkar. Á þeim tæplega 30 árum sem Kírópraktorstöðin hefur starfað höfum við tekið á móti fólki með allskyns einkenni og verki sem, með einum eða öðrum hætti, hafa skert lífsgæði þeirra. Með ítarlegri greiningu á vandamálum þessa fólks og réttri meðferð í kjölfarið, höfum við séð fjöldan allan af fólki ná bata og fyrri styrk.

Eins og áður segir er aldrei of seint að byrja að leita leiða til þess að draga úr verkjunum sem hrjá okkur frá degi til dags. Það er hins vegar mikilvægt, í mörgum tilvikum, að byrja að vinna í vandamálunum fljótt og örugglega, til þess að hámarka möguleika á bata og draga úr verkjum. Líkt og með tennurnar okkar, þá er hægt að koma í veg fyrir varanlegar skemmdir, svo lengi sem brugðist er við rétt frá byrjun og meðferð viðhaldið. Með þesskonar nálgun getum við lifað lífinu sem okkur langar að lifa, verkjalaus og heilsuhraust í eigin líkama.

This site is registered on wpml.org as a development site.