Algengt er að fólk finni fyrir verkjum eða eymslum í hálsi og hnakka, á einhverjum tímapunkti í lífi þess. Í sumum tilvikum birtist verkurinn fljótt og hverfur svo sjálfkrafa án nokkurar aðhlynningar. Í öðrum tilvikum getur verkurinn hins vegar orðið þrálátur, versnað og haft neikvæð áhrif á lífsgæði viðkomandi. Verkurinn getur komið eftir alvarlegt slys eða þróast yfir lengra tímabil, oft sökum rangrar líkamsbeitingar í leik og starfi. Þegar komið er á þann stað er mikilvægt að leita sér aðstoðar til þess að leiðrétta líkamsstöðuna og ná varanlegum bata.
Tegundir verkja
Verkir og eymsli í hálsi og hnakka geta verið mismunandi. Algengustu einkennin eru eftirfarandi:
· Stífur háls þar sem erfitt getur verið að hreyfa hálsinn
· Verkur eða stingur á einum ákveðnum stað í hnakkanum
· Eymsli og óþægindi á stærra svæði
· Verkur sem ferðast niður í axlir, hendur og jafnvel út í fingur
· Verkur sem ferðast upp í höfuð og veldur hausverk
Í sumum tilvikum getur verkur í hálsi og hnakka valdið enn meiri vandræðum, til dæmis:
· Dofa og þróttleysi í öxlum, höndum og fingrum
· Erfiðleikum við að lyfta upp hlutum
· Erfiðleikum við að ganga, halda jafnvægi og samhæfingu í líkama
Af hverju fáum við verki í háls og hnakka
Fólk getur upplifað eymsli á umræddu svæði vegna fjölmargra ólíkra þátta. Sem dæmi gæti verkurinn myndast einfaldlega vegna þess hvernig við sitjum eða stöndum. Verkurinn gæti líka komið sökum vinnunar okkar og þess álags sem myndast sökum hennar. Áhyggjur og streita geta líka valdið verkjum í stoðkerfinu sem leiðir af sér verki á þessu svæði. Hins vegar getur fólk fundið fyrir eymslum í hálsi og hnakka án nokkurar sérstakrar eða sýnilegrar ástæðu.
Hvernig getur kírópraktík hjálpað
Með kírópraktík er hægt að meta, greina og vinna með hryggsúluna og einkenni tengd henni. Ef verkir og eymsli í hálsi og hnakka eru afleiðing af öðrum stoðkerfa vandamálum má með hjálp kírópraktíkar snúa ferlinu við í átt að bata og bættum lífsgæðum. Fyrsta skrefið er að mæta í viðtal og skoðun þar sem mælingar á taugakerfi, mat á líkamsstöðu og jafnvel röntgenmyndir, ef þess þarf, gefa viðkomandi kírópraktor betri innsýn inn í stoðkerfið og hvað sé að valda umræddum verkjum í hálsi og hnakka. Í kjölfarið er svo hægt að hefja meðferð hjá kírópraktor sem getur haft í för með sér leiðréttingu á hryggsúlu og líkamsstöðu, leysa klemmdar taugar og stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði hreyfingar og virkni í líkamanum. Þar að auki er farið yfir lífsstíl viðkomandi og farið í saumana á orsakasamhenginu sem leiddi til þess ástands sem viðkomandi er í. Út frá því er hægt að vinna að varanlegri lausn með kírópraktískri nálgun.
Ef þú ert með ofangreind einkenni, eða hefur haft slík einkenni, hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur. Þú getur pantað tíma með því að smella hér.