Verkur í síðu vísar til óþæginda í hlið, sitt hvoru megin við mjóbakið, milli mjaðmagrindar og rifbeina. Ef finna má verk í síðu getur það verið merki um að eitthvað sé athugavert við þau líffæri sem eru á því svæði, þar á meðal í nýru, gallblöðru, botnlanga, þörmum og svo framvegis. Engu að síður gæti verkur í síðu einnig orsakast af vöðvaspennu, sársauka frá hryggnum, vöðvakrampa eða klemmdrar taugar. Það fer eftir orsök verkjarins hversu slæmur hann er og hver meðferðarúrræði eru. Oftast er verkurinn verri í annarri hlið líkamans. Sársaukinn getur verið allt frá daufum óreglulegum verk yfir í alvarlegan stingandi sársauka. Verkurinn getur verið langvarandi sem þróast yfir lengri tíma ef ekkert er í honum unnið. Ef stingandi sár verkur í síðu kemur skyndilega fram er líklegra að hann stafi af sýkingu eða öðru frá nærliggjandi líffærum. Ef um slíkt er að ræða mælum við alltaf með að ræða strax við viðeigandi lækni sem fer yfir einkennin og meðferðarúrræði.
Orsakir verkja í síðu
Eins og áður kom fram má finna mörg líffæri nálægt vinstri og hægri síðu líkamans sem gerir það að verkum að verkir í síðu eiga það til að vera nokkuð algengir. Orsakir verkja í síðu geta verið ótal margar. Til dæmis:
-
Nýrnasýking
-
Ofþornun
-
Sýking í þvagblöðru
-
Ristill
-
Brisbólga
-
Botnlangabólga
-
Stífla í þvagfærum
-
Liðagigt
-
Hreyfingarleysi
-
Klemmd taug í baki
-
Vöðvakrampi
-
Vöðvaspenna
-
Sársauki frá hrygg
Koma í veg fyrir verki í síðu
Eins og svo oft áður er hægt að draga úr hættunni á ákveðnum tilfellum verkja í síðu með því að fylgja almennum heilsuvenjum. Til dæmis:
-
Drekka vatn reglulega
-
Takmarka áfengisnotkun
-
Sleppa alfarið notkun á tóbaki
-
Borða hollan og fjölbreyttan mat sem inniheldur grænmeti, ávexti, trefjar og stuðla að próteininntöku
-
Æfa að minnsta kosti þrisvar í viku og reyna að koma inn einhverri hreyfingu daglega
Eflaust höfum við flest heyrt þetta mörgum sinnum áður, hvernig heilbrigt líferni getur komið í veg fyrir hina og þessa kvilla. Að okkar mati er þó ekki nógu oft minnst á það og því gerum við það hér einu sinni en.
Hvernig getur kírópraktík hjálpað?
Ef um er að ræða verk í síðu sem stafar af til dæmis vöðvaspennu, klemmdrar taugar eða sársauka frá hryggjarsúlu getur kírópraktísk nálgun aðstoðað við losun verkja. Meðferð á Kírópraktorstöðinni getur hjálpað til við að minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Þegar verkur í síðu á rætur sínar að rekja til hryggjarsúlunnar getur kírópraktorinn aðstoðað við losun á þrýsting og klemmur í hryggnum og aukið þannig sveigjanleika og liðleika. Stundum þarf verkur í síðu einungis á hvíld að halda. Með nákvæmum mælingum þíns kírópraktors á hryggnum getur hann oft aðstoðað við greiningu á viðeigandi meðferð. Ásamt hita- og taugamælingum á hryggnum (og röntgenmyndatöku ef við á) kannar kírópraktorinn staðsetningu verkjarins, hvenær verkurinn hófst, tegund verkjarins og fleira. Ef um er að ræða verki sem koma til vegna alvarlegra læknisfræðilegra ástæðna mun kírópraktorinn benda á viðeigandi meðferðaraðila að leita til.
Greinin er unnin úr áður birtu efni frá Healthline og MedicalNewsToday.