fbpx Skip to main content

Klemmdar taugar geta haft víðtæk áhrif á líkamann og líffærakerfi hans. Þegar taug verður klemmd getur það valdið sársauka, dofa, máttleysi og jafnvel truflað starfsemi líffæra. Hér að neðan förum við yfir það hvernig klemmdar taugar geta haft áhrif á líffæri og líffærakerfi líkamans.

Klemmdar taugar og áhrif á líffæri

Hryggtaugarnar (spinal nerves) flytja boð til og frá heilanum og líffærum líkamans í gegnum mænuna. Ef hryggtaug klemmist, getur það haft víðtæk áhrif á þau líffæri sem hún stjórnar. Sem dæmi:

  • Kviðarholið og meltingarfæri: Klemmdar taugar í neðri hluta baksins geta truflað starfsemi þarma og leitt til meltingarvandamála, eins og uppþembu, hægðatregðu eða óþæginda í maga.
  • Þvagfæri og æxlunarfæri: Taugar sem stjórna blöðru og kynfærum eru einnig staðsettar í mjóbakinu, og þegar þessar taugar verða fyrir þrýstingi getur það leitt til truflana á þvaglosun og jafnvel valdið vandamálum í kynlífi.

Taugar í hálsi og áhrif á höfuð og efri líkamshluta

Klemmd taug í hálsliðum getur valdið fjölbreyttum einkennum sem hafa áhrif á höfuð og efri líkamann. Þegar hálsliðir eða vefir í kring klemma taug, getur það haft áhrif á:

  • Öndun og hjarta: Þó sjaldgæft, þá getur klemmd taug í hálsi eða efri hluta brjósthols haft áhrif á starfsemi hjarta og öndun. Þetta getur valdið óreglulegum hjartslætti eða öndunarörðugleikum í sumum tilfellum.
  • Skynjun og jafnvægi: Taugar í hálsliðum stjórna einnig jafnvægi og skynjun í efri hluta líkamans. Klemmd taug getur leitt til einkenna eins og svima, dofa og skorts á jafnvægi.

Klemmd settaug

Taugaverkur vegna klemmdrar settaugar, er vel þekktur og getur haft mikil áhrif á líffærakerfi í neðri hluta líkamans. Settaugin fer frá mjóbaki niður í gegnum rass og fætur. Þegar þessi taug klemmist getur það valdið:

  • Sársauka og dofa: Í mjóbaki, mjöðmum og fótleggjum. Þetta getur gert það erfitt að hreyfa sig og leitt til takmarkana á líkamlegri starfsemi.
  • Truflun á blóðflæði: Þegar taugin klemmist lengi getur það einnig haft áhrif á blóðflæði til fótleggja, sem getur leitt til bólgu og jafnvel veiklað vöðva og sinar í neðri hluta líkamans.

Áhrif á sjálfvirka taugakerfið

Sjálfvirka taugakerfið stjórnar ómeðvitaðri starfsemi líkamans, eins og hjartslætti, öndun og meltingu. Ef taugar í þessu kerfi verða fyrir þrýstingi eða klemmast, getur það haft áhrif á heilsu og vellíðan. Til dæmis:

  • Aukin eða minnkuð hjartsláttartíðni: Klemmdar taugar í brjóst- eða hálsliðum geta haft áhrif á boð til hjartans, sem getur valdið óreglulegum hjartslætti.
  • Truflanir á öndun: Klemmd taug getur truflað öndun og jafnvel valdið öndunarörðugleikum í sumum tilfellum.

Einkenni og viðbrögð við klemmdum taugum

Einkenni klemmdra tauga geta verið mismunandi eftir staðsetningu og hversu alvarlegt ástandið er. Helstu einkenni eru:

  • Áður nefnd skert líkamsstarfsemi og skert starfsemi líffæra.
  • Sársauki á því svæði líkamans þar sem taugin liggur
  • Dofi og náladofi
  • Máttleysi og þreyta
  • Hreyfihömlun

Þegar einstaklingur finnur fyrir þessum einkennum er mikilvægt að leita leiða til þess að losa um klemmdar taugar og þar kemur kírópraktík sterk til leiks.

Kírópraktík sem lausn við klemmdum taugum

Kírópraktík er kerfi sem er notað til að meðhöndla líkamann. Þetta kerfi lítur á líkamann sem eina heild, þar sem allir partar hafa sinn tilgang og stuðla að því að heildin virki sem best. Sérstök áhersla er lögð á hrygginn og taugakerfi líkamans, ásamt því að framkvæma  heildarmat á lífsstíl viðkomandi, með tilliti til hreyfingar, mataræðis og almennrar heilsu.

Þegar hafin er meðferð hér á Kírópraktorstöðinni eru framkvæmdar tauga- og hitamælingar, líkamsstöðu próf og röntgen mynd tekin ef þörf krefur. Út frá þessum gögnum er hægt að koma auga á alls kyns vandamál sem tengjast hryggsúlunni og stoðkerfinu, og þar með talið komið auga á klemmdar taugar eða óeðlilegan þrýsting á taugar.

Þegar búið er að greina vandamálið og skoða heilsufarssögu viðkomandi, hefst eiginleg meðferð við að létta á þrýsting og losa um klemmdar taugar. Það er gert, m.a. með því að leiðrétta stöðu hryggsúlunnar og þannig losa um allar skekkjur sem geta valdið þrýsting eða taugaklemmum. Eins er notast við leiðir til þess að bæta líkamsstöðu, lagt til breytingar á mataræði, hreyfingu og lífsstíl, kælimeðferðir og þar fram eftir götunum. Með þessum leiðum er oft hægt að vinna á rót vandans, draga úr verkjum, efla taugaflæði og hægt og rólega koma líkamanum aftur í eðlilegt horf.

This site is registered on wpml.org as a development site.