fbpx Skip to main content

Betri líkamsstaða með kírópraktík

Það að venja komu sína til kírópraktors getur haft mikil áhrif á líkamsstöðuna. Það er ótal margt sem við gerum í daglegu lífi sem ýtir undir það að við verðum hokin. Fyrir suma er það síma og tölvunotkun fyrir aðra er það vinnuaðstaða eða jafnvel ættgengt. Meðferðin er sett upp með það markmið að auka við hreyfanleika hryggjarsúlunnar og rétta úr líkamsstöðu viðkomandi. Á Kírópraktorstöðinni notum við líkamsstöðuforritið “Posture pro” til þess að mæla árangurinn af meðferðinni. Posture pro var hannað til þess að mæla skekkjur í líkamsstöðu og á u.þ.b. 3 mánaða fresti er hægt að gera nýjar mælingar til þess að sjá hvort árangurinn sé eins og lagt var upp með. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig “fyrir” og “eftir” myndir gætu litið út.

This site is registered on wpml.org as a development site.