Skip to main content

Svona gerum við

Við hjá Kírópraktorstöðinni leggjum metnað okkar í að hjálpa þér að ná heilsumarkmiðum þínum. Með því að sameina hæfni og sérfræðikunnáttu sem nær yfir allt heilsulitrófið í kírópraktík, gerum við það mögulegt.

Kírópraktorstöðin hefur verið starfrækt síðan 1995. Á þeim tíma höfum við hjálpað yfir þrjátíu þúsund einstaklingum að komast til góðrar heilsu og betra lífs. Séfræðingar okkar búa því yfir gríðarlegri reynslu og hafa einlægan áhuga á vellíðan þinni. Þeir kenna þér að nota grundvallarreglurnar í kírópraktík m.a. með heilsulínunni; leiðarvísi að bættum lífsgæðum.

https://replica-watches.co/

https://www.montre-replique.com/

Pantaðu tíma og fáðu nákvæma greiningu á vandamálinu

Fyrsta Heimsókn

Hvað felst í fyrstu heimsókn til kírópraktors

Verkir og stoðkerfisvandamál

Við sérhæfum okkur í meðferðum við hinum ýmsu einkennum

Líkamstaða

Viltu betri líkamsstöðu og bætta líðan?

Lífsgæði mín hafa aukist síðan ég vandi ferðir mínar á Kírópraktorstöðina og ég hef tekist á við bæði kvilla og slæma vana með hjálp þessa frábæra starfsfólks. Ég hlakka alltaf til næsta tíma og orkan mín margfaldast.

Guðlaugur

Mæli svo mikið með! Bergur er æðislegur, svo skemmtilegur og alltaf gaman að koma til hans. Hann hefur gjörsamlega bjargað bakinu mínu! Fær öll mín meðmæli.

Ragnhildur

Frábært starfsfólk sem tekur alltaf brosandi og glatt á móti manni. Ég er búinn að vera í nokkur ár hjá stöðinni og satt best að segja er sú meðferð sem ég hef fengið allt frá upphafi verið fagleg og markviss. Ég var búinn að leita mér aðstoðar víða í langan tíma vegna vandamála er tengdust höfuverkjum og svima en það var ekki fyrr en eftir að meðferð hjá þeim byrjaði sem líf mitt breyttist til hins betra...

Svan

Mæli svo mikið með! Bergur er æðislegur, svo skemmtilegur og alltaf gaman að koma til hans. Hann hefur gjörsamlega bjargað bakinu mínu! Fær öll mín meðmæli.

Ragnhildur

Frábær þjónusta og virkilega gott andrúmsloft, mæli eindregið með Kírópraktorstöðinni Sogavegi alltaf ánægjulegt að koma þangað!

Bjarni

Bergur minn hefur haldið mér gangandi meira og minna í 20 ár. Er þakklát fyrir hann og alla á Kírópraktorstöðinni. Þið eruð frábær.

Sigurlaug

Það er óhætt að segja að ég fer alltaf brosandi út frá Kírópraktorastöðinni og MIKIÐ betri í skrokknum.

Sigríður

Alltaf gott að droppa við og kippa sér í gírinn fyrir átök hversdagsleikans! Hnykkingar hafa sparað mér a.m.k. 2 aðgerðir á mjóbaki og hægri öxl. Ég get stundað Crossfit æfingarnar af lífsins list og flest allt sem mig langar til. Takk fyrir mig.

Hanna

Hef aldrei áður farið til Kírópraktor en er nýbyrjuð. Er hjá Fannari og mín upplifun af honum er mjög góð eða meira en frábær. Mig hlakkar til að láta mér líða betur með hans fagmennsku og hjálp.Takk innilega fyrir mig Fannar og öll hin sem vinna á stöðinni, allt er til fyrirmyndar

Agnes

Eg hef sótt þjónustu á Kírópraktorstöðinni reglulega í nokkur ár og það fer ekki á milli mála að árangurinn er markverður líkamlega og andlega.

Einar

Kírópraktorar

kírópraktor

Bergur Konráðsson

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Palmer College of Chiropractic í Davenport, Iowa eftir 5 ára háskólanám. Hann starfaði að loknu námi í Illinois fylki og hefur starfað á Íslandi síðan 1995.

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Palmer College of Chiropractic í Davenport, Iowa eftir 5 ára háskólanám. Hann starfaði að loknu námi í Illinois fylki og hefur starfað á Íslandi síðan 1995. Bergur er leiðandi kírópraktor á Íslandi og hefur verið í stjórn og meðlimur Kírópraktorfélagsins frá upphafi. Bergur hefur mikinn áhuga á því að efla kírópraktík á Íslandi og hefur meðal annars flutt inn erlenda fyrirlesara og aðstoðað íslenska nemendur að komast í kírópraktíknám erlendis. Bergur sækir reglulega endurmenntun í kírópraktík erlendis. Árið 2010 fór Bergur í sjálfboðavinnu sem kírópraktor til Haítí og ári seinna fór hann til New Orleans með samtökunum Habitat for Humanity til endurbyggingar á húsnæði.
kírópraktor

Helena Bergsdóttir

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgia. Helena hefur þekkt kírópraktík frá fæðingu þar sem faðir hennar, Bergur Konráðsson er brautryðjandi í kírópraktík á Íslandi.

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgia. Helena hefur þekkt kírópraktík frá fæðingu þar sem faðir hennar, Bergur Konráðsson er brautryðjandi í kírópraktík á Íslandi. Eftir stúdentspróf starfaði Helena í afgreiðslunni sem aðstoðamaður kírópraktors í 2 ár áður en hún fór út í kírópraktík nám. Helena hefur mikinn áhuga á að hjálpa fjölskyldum með stoðkerfisvandamál að ná betri lífsgæðum. Helena hefur sótt allskyns fræðslur og námskeið erlendis í kírópraktík gegnum árin. Helstu áhugamál hennar eru útivist, líkamsrækt og ferðalög.
kírópraktor

Bjarki Pálsson

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgia. Bjarki stundaði bardagaíþróttir hjá Mjölni frá 15 ára aldri og hefur alfarið mikinn áhuga á allskyns útivist, hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl.

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgia. Bjarki stundaði bardagaíþróttir hjá Mjölni frá 15 ára aldri og hefur alfarið mikinn áhuga á allskyns útivist, hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Helstu áhugamál Bjarka eru golf, fjallahjól og snjóbretti. Bjarki kynntist Kírópraktík þegar hann leitaði til Bergs á Kírópraktorstöðinni vegna mjóbaksvandamáls. Eftir mjög góða reynslu af kírópraktík og úrlausna á hans vanda þá ákvað Bjarki að hann vildi einnig starfa sem kírópraktor og hjálpa öðru fólki að ná þeirra heilsumarkmiðum.
Kírópraktor

Lydia Kearney

Lydia útskrifaðist sem kírópraktor frá Anglo-European College of Chiropractic í Bournemouth, Englandi. Lydia ólst upp á Englandi, hún fluttist til Íslands í október árið 2022. Hún mun stýra æfingamiðstöð Kírópraktorstöðvarinnar þar sem hún getur samþætt kírópraktíska nálgun sína og sérfræðikunnáttu í þjálfun, hreyfifærni og líkamsrækt.

Lydia útskrifaðist sem kírópraktor frá Anglo-European College of Chiropractic í Bournemouth, Englandi. Lydia ólst upp á Englandi og bjó þar allt þar til hún fluttist til Íslands í október árið 2022, en hingað á hún ættir að rekja.
Lydia hefur keppt í ýmsum íþróttum á háu stigi en má þar nefna rúgbí, íshokký og í seinni tíð CrossFit en þar liggur áhugi hennar einna helst, ásamt gífurlegum áhuga almennt á heilsu og líkamsrækt.
Hún kemur til með að stýra æfingamiðstöð Kírópraktorstöðvarinnar þar sem hún getur samþætt kírópraktíska nálgun sína og sérfræðikunnáttu í þjálfun, hreyfifærni og líkamsrækt, allt til þess að bæta líðan og heilsu skjólstæðinga sinna. Lydia notar ýmsar aðferðir í meðferðum sínum, þar á meðal Graston aðferðafræðina og mjúkvefslosun.
Þegar Lydia er ekki að starfa sem kírópraktor eða þjálfa CrossFit, þá nýtur hún þess að skoða Ísland og ganga á fjöll.
kírópraktor

Rebekka Rán Einarsdóttir

Rebekka útskrifaðist sem kírópraktor (cand.manu) frá University of Southern Denmark árið 2024. Árið 2025 lauk hún starfsnámi á stofunni Udby Kiropraktik+ í Hobro.

Rebekka útskrifaðist sem kírópraktor (cand.manu) frá University of Southern Denmark árið 2024. Árið 2025 lauk hún starfsnámi á stofunni Udby Kiropraktik+ í Hobro. Á meðan starfsnáminu stóð sótti hún einnig regluleg námsskeið á vegum Kírópraktorfélags Danmerkur til að dýpka þekkingu sína og færni í kírópraktík.

Rebekka hefur að baki 10 ára dansferil en hefur síðustu ár stundað CrossFit og dýft tánum í kraftlyftingar. En almennt hefur hún mikinn áhuga á ferðalögum, útivist og öllu sem tengist hreyfingu og heilsu.

Rebekka meðhöndlar fólk á öllum aldri, hvort sem um er að ræða bakvandamál eða önnur stoðkerfisvandamál. Hún notar ýmsar aðferðir í sínum meðferðum, þar á meðal mjúkvefjalosun, vöðvaorkutækni og Graston tækni. Rebekka aðlagar meðferðina eftir þörfum hvers og eins með áherslu á að draga úr verkjum, hámarka hreyfigetu og bæta lífsgæði.

kírópraktor

Fannar Sindrason

Fannar útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC University College í Bournemouth, Englandi 2024 eftir 5 ára nám. Fannar hefur stundað fjölda íþrótta frá ungum aldri. Þar má nefna fótbolta,
körfubolta, sund, frjálsar íþróttir og líkamsrækt.

Fannar útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC University College í
Bournemouth, Englandi 2024 eftir 5 ára nám. Hann hafði verið í meðferð hjá kírópraktor frá því að hann var unglingur og ákvað eftir að hafa starfað sem rafvirki frá
2010 að hefja kírópraktornám þar sem hann hafði mikinn áhuga á
mannslíkamanum. Meðfram námi sínu hjá AECC, sótti hann fjölmörg
námskeið í Gonstead aðferðarfræði kírópraktora og var Fannar valin formaður
Gonstead félags skólans, þar sem hann kenndi samnemendum sínum
Gonstead tækni og aðferðafræði. Einnig kláraði hann starfsnám í brjóstagjafa
klíník sem var starfrækt með ljósmæðrum í nemendaklíník skólans auk þess
að hafa meðhöndlað fjölmörg börn á öllum aldri.
Fannar hefur stundað fjölda íþrótta frá ungum aldri. Þar má nefna fótbolta,
körfubolta, sund, frjálsar íþróttir og líkamsrækt. Vegna mismunandi
íþróttameiðsla í gegnum árin auk menntunar sinnar, hefur hann víðtækan
skilning á slíkum meiðslum og hefur lært ýmsar aðferðir til að greina og
meðhöndla meiðsli og önnur stoðkerfisvandamál.
Þá hefur Fannar einnig tileinkað sér aðferðir, æfingar og líkamsbeitingu til að
fyrirbyggja verki.