Svona gerum við

Við hjá Kírópraktorstöðinni leggjum metnað okkar í að hjálpa þér að ná heilsumarkmiðum þínum. Með því að sameina hæfni og sérfræðikunnáttu sem nær yfir allt heilsulitrófið í kírópraktík, gerum við það mögulegt.

Séfræðingar okkar hafa einlægan áhuga á vellíðan þinni og að koma þér til góðrar heilsu og betra lífs. Þeir kenna þér að nota grundvallarreglurnar í kírópraktík m.a. með heilsulínunni; leiðarvísi að bættum lífsgæðum.

Á Kírópraktorstöðinni finnur þú leiðir og stuðning til að bæta heilsu þína. Við viljum öll vera heilbrigð og líða vel. Margir stefna ávallt að því að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Með því að vera í meðferð hjá kírópraktor eykur þú möguleika þína á heilbrigði, vellíðan og á því að vera í toppformi, andlega og líkamlega.

Kiro_230117_1983-Editv2.jpg

Fyrir marga er heimsókn til kírópraktors leið til að enduruppgötva heilbrigði og vellíðan sem áður hafði gleymst. Fyrir aðra er hún ný upplifun og tækifæri til bættrar heilsu.

Við hvetjum þig til að gefa þér tíma og kynnast kírópraktorunum, starfsfólkinu og heilsulínu okkar. Það gæti hjálpað þér að ná heilsumarkmiðum þínum og bæta lífsgæðin.

Þetta er þitt líf – lifðu því vel.

 
 
 

Pantaðu tíma
og byrjaðu að lifa
lífinu til fulls

Skráðu nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og helstu ástæður fyrir því að þú vilt fá tíma hjá Kírópraktorstöðinni. Við munum hafa samband og koma þér á sporið í átt að bættum lífsgæðum. 

Nafn *
Nafn
 
 
 

Starfsfólk

 Bergur Konráðsson,  kírópraktor

Bergur Konráðsson, kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Palmer College of Chiropractic í Davenport, Iowa eftir 5 ára háskólanám. Hann starfaði að loknu námi í Illinois fylki og hefur starfað á Íslandi síðan 1995. Bergur er leiðandi kírópraktor á Íslandi og hefur verið í stjórn og meðlimur Kírópraktorfélagsins frá upphafi. Bergur hefur mikinn áhuga á því að efla kírópraktík á Íslandi og hefur meðal annars flutt inn erlenda fyrirlesara og aðstoðað íslenska nemendur að komast í kírópraktíknám erlendis. Bergur sækir reglulega endurmenntun í kírópraktík erlendis. Árið 2010 fór Bergur í sjálfboðavinnu sem kírópraktor til Haítí og ári seinna fór hann til New Orleans með samtökunum Habitat for Humanity til endurbyggingar á húsnæði.

 Ingólfur Ingólfsson, kírópraktor

Ingólfur Ingólfsson, kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic árið 2006 frá Palmer College of Chiropractic í Davenport, Iowa. Ingólfur kynntist kírópraktískum lífsstíl í gegnum erfið bakmeiðsli sem höfðu veruleg áhrif á hann sem unglingalandsliðsmann í badminton. Eftir meðhöndlun hjá Bergi ákvað Ingólfur að verða kírópraktor. „Flest mín meiðsli voru afskrifuð sem vaxtaverkir. Hjá Bergi snerist meðferðin ekki aðallega um verkina sjálfa heldur frekar um orsökina fyrir þeim.“
Ingólfur ákvað að gerast kírópraktor til að fleiri geti fengið að kynnast því hversu öflugur og góður lífsstíll kírópraktík er.

 Þuríður (Rúrý) Guðmundsdóttir, kírópraktor

Þuríður (Rúrý) Guðmundsdóttir, kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgía. Rúrý starfaði í afgreiðslunni hjá Bergi frá 2006-2011 eða í 5 ár og fékk að kynnast kírópraktík á þeim tíma. Rúrý stundaði fimleika með Gerplu í 15 ár og eftir að hún prófaði að fá meðhöndlun hjá Bergi þá breyttist líf hennar og allir bakverkir sem höfðu hrjáð hana í mörg ár hurfu á nokkrum mánuðum. Hún fékk mikinn áhuga að hjálpa öðru fólki á þennan hátt og hóf nám haustið 2011. Rúrý hefur mikinn áhuga að hjálpa börnum með stoðkerfisvandamál og hefur hún farið þrisvar í sjálfboðavinnu til Haítí þar sem hún meðhöndlaði og hjálpaði fjölda barna. Einnig hefur Rúrý sérhæft sig í Graston Technique sem er tækni ætluð til að losa upp spennu milli húðar og vöðva og samgróninga í himnum þar á milli.

 Jón Bjarki Oddsson, kírópraktor

Jón Bjarki Oddsson, kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgíu. Jón Bjarki kynntist kírópraktík 15 ára gamall þegar hann leitaði lausna við bakverkjum hjá Ingólfi á Kírópraktorstöðinni, þá sem unglingalandsliðsmaður í bæði handbolta og golfi. Með hjálp Ingólfs komst Jón Bjarki verkjalaus aftur inná keppnisvellina og hélt sér góðum með reglulegum heimsóknum á Kírópraktorstöðina. Þarna vaknaði áhugi Jóns Bjarka á því að verða kírópraktor og geta með starfi sínu haft jákvæð áhrif á líf fólks. Árið 2015 fékk hann ómetanlegt tækifæri til þess að fara í sjálfboðastarf til Haítí þar sem hann hjálpaði ungum sem öldnum með ýmiskonar stoðkerfis vandamál. Sú reynsla mun reynast honum vel hér á Kírópraktorstöðinni.

kiro.jpg

Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir, kírópraktor

Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, Georgíu og hlaut þar æðstu viðurkenningu fyrir verklega námið. Hrefna er Vestfirðingur í húð og hár, hún kynntist kírópraktík þegar hún leitaði lausna við bakverkjum hjá Ingólfi á Kírópraktorstöðinni en hún var þá að æfa þríþraut og á leið í sinn fyrsta Járnkarl. Þarna kviknaði áhugi hennar á að verða kírópraktor og geta með starfi sínu bætt lífsgæði fólks. Á meðan á náminu stóð fékk hún tækifæri til að fara í sjálfboðastarf til Haítí þar sem hún meðhöndlaði jafnt unga sem aldna með ýmis stoðkerfisvandamál. Einnig fékk hún ótrúlegt tækifæri til að vinna með sjúkrateyminu sem meðhöndlaði Bandaríska frjálsíþróttamenn á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Þessi reynsla mun án efa reynast henni vel hér á kírópraktorstöðinni.

 Inga Lóa Bjarnadóttir,  aðstoðarmaður kírópraktors

Inga Lóa Bjarnadóttir, aðstoðarmaður kírópraktors

Útskrifaðist sem aðstoðarmaður kírópraktors frá Palmer College of Chiropractic. Inga Lóa og Bergur stofnuðu Kírópraktorstöðina 1995 þegar þau höfðu lokið námi í Bandaríkjunum. Inga Lóa hefur mjög mikinn áhuga á að innleiða kírópraktískan lífsstíl á Íslandi og vinnur mikla þróunarvinnu því tengdu.

 Andrea Dögg Sigurðardóttir, móttökuritari

Andrea Dögg Sigurðardóttir, móttökuritari

Andrea er uppalin í Reykjavík en bjó nokkur ár á Akureyri. Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Rík þjónustulund og lífsgleði er eitt af því sem einkennir hana.

 Íris Una Ingimarsdóttir, móttökuritari

Íris Una Ingimarsdóttir, móttökuritari

Íris Una er uppalin á Seltjarnarnesinu en hún lauk við stúdentsprófi úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla af málabraut. Hennar helstu áhugamál er hreyfing, fjölskyldan og vinir. Hún æfir fitnessbox í Hnefaleikastöðinni Æsir. Þjónustulyndi, vinnusemi og gleði er það sem einkennir hana helst.

orka-2.jpg

Orka Kristinsdóttir, móttökuritari

Orka er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er með BA gráðu í félagsráðgjöf og diplóma á mastersstigi í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands. Orka er hóptímakennari í World Class og hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur hreyfingu og heilsusamlegu líferni. Hún er jákvæð, brosmild og hefur ríka þjónustulund.

emilía.jpg

Emelía Dögg Sigmarsdóttir, móttökuritari

Emelía Dögg er fædd á Húsavík en uppalin á Akureyri þar sem hún útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri. Eftir menntaskóla bjó hún í 3 ár erlendis sem au-pair í Þýskalandi, Danmörku og Qatar. Útskrifuð úr Heilsunuddskóla Íslands og stundar nú fjarnám í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri, auk þess að spila handbolta með Val. Jákvæðni og glaðlyndi einkennir hana.

Heida.jpg

Heiða Björk Ingimarsdóttir, móttökuritari

Heiða Björk er uppalin á Seltjarnarnesinu og er stúdent úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hún starfar sem danskennari hjá Dansskóla Birnu Björnsdóttur. Hún hefur gaman af því að ferðast um heiminn. Vinnusemi, rík þjónustulund og lífsgleði er það sem einkennir hana helst.

arnhildur-anna.jpg

Arnhildur Anna Árnadóttir, móttökuritari

Arnhildur Anna er uppalin á Seltjarnarnesinu og útskrifuð sem félagsfræðingur og förðunarfræðingur. Helstu áhugamál hennar eru íþróttir en hún æfir kraftlyftingar og hefur keppt erlendis á alþjóðamótum fyrir hönd Íslands síðan 2013. Hún ert bjartsýn, leggur áherslu á gott hugarfar og gefandi samskipti.

bjarney.jpg

Bjarney Sara Höskuldsdóttir, móttökuritari

Bjarney er uppalin í Hafnarfirði en hún stundaði nám við Fjölbrautarskóla Suðurlands og útskrifaðist þaðan með stúdentspróf árið 2016. Hennar helstu áhugamál eru hestamennska, útivist og allt sem tengist heilbrigðu líferni. Hún hefur lagt mikið upp úr því að ferðast síðustu ár en það skemmtilegasta sem hún gerir er að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Glaðlyndi og vinnusemi að það sem einkennir hana.

 
gray.jpg
white.jpg